Fluconazole Alvogen

Ábendingar Fluconazole Portfarma innrennslislyf eru: Sætumygla (Cryptococcosis) þar á meðal mengisbólga og sýkingar annars staðar á líkamanum (t.d. í lungum og húð) af völdum sætumyglu. Útbreiddar candidasýkingar, þar með taldar candida-blóðsýkingar, einnig dreifðar og ífarandi candidasýkingar. Candidasýkingar í slímhúðum, þvagi, og húð og einnig langvinnar candidasýkingar í munni og yfirborðssýkingar í lungnaberkjum. Fyrirbyggjandi meðferð við candidasýkingum hjá sjúklingum með illkynja sjúkdóma sem er hætt við að fá sveppasýkingu í kjölfar lyfja- eða geislameðferðar. Húðsveppasýkingar. Landlægar sveppasýkingar í djúpvefjum hjá ónæmisbældum sjúklingum.


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
0957153 2mg/ml 50ml
095726 2mg/ml 100ml
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei