Dutaprostam

Dutaprostam er samsetning tveggja mismunandi lyfja sem kallast dútasteríð og tamsúlósín. Dútasteríð tilheyrir flokki lyfja sem kallast 5-alfa-redúktasahemlar og tamsúlósín tilheyrir flokki lyfja sem kallast alfa-blokkar. Verkunarháttur þessara lyfja er þannig að þau bæta hvort annað upp, sem verður til þess að hratt dregur úr einkennum, þvagflæði batnar og það dregur úr hættu á bráðri þvagteppu og þörf á skurðaðgerðum tengdum góðkynja stækkun blöðruhálskirtils. 

Dutaprostam er ætlað körlum með stækkun á blöðruhálskirtli (góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli) – vöxtur í blöðruhálskirtli sem ekki er krabbamein heldur orsakast af of miklu magni hormóns sem nefnist tvíhýdrótestósterón, hjá sjúklingum sem þegar eru á meðferð með tamsúlósíni og dútasteríði sem gefið er samtímis.


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
415724 0,5 mg + 0,4 mg 30 stk
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei