Dutaprostam

Dutaprostam inniheldur virku efnin dútasteríð og tamsúlósín. Dútasteríð tilheyrir flokki lyfja sem kallast 5-alfa-redúktasahemlar og tamsúlósín tilheyrir flokki lyfja sem kallast alfa-blokkar. Verkunarháttur þessara lyfja er þannig að þau bæta hvort annað upp, sem verður til þess að hratt dregur úr einkennum, þvagflæði batnar og það dregur úr hættu á bráðri þvagteppu og þörf á skurðaðgerðum tengdum góðkynja stækkun blöðruhálskirtils. 

Dutaprostam er ætlað körlum með stækkun á blöðruhálskirtli (góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli) – vöxtur í blöðruhálskirtli sem ekki er krabbamein heldur orsakast af of miklu magni hormóns sem nefnist tvíhýdrótestósterón, hjá sjúklingum sem þegar eru á meðferð með tamsúlósíni og dútasteríði sem gefið er samtímis.

Ábendingar: Meðferð er ætluð sjúklingum sem eru nú þegar taka dútasterið og tamsúlósín samhliða í sama skammti, til stjórnunar á miðlungsmiklum eða verulegum einkennum af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli (benign prostatic hyperplasia, BPH). Draga úr hættu á bráðri þvagteppu (acute urinary retention, AUR) og þörf fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðlungsmikil eða veruleg einkenni af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli.

Frábendingar: Ekki má nota Dutaprostam hjá: konum, börnum eða unglingum. Sjúklingum með ofnæmi fyrir dútasteríði, öðrum 5-alfa-redúktasahemlum, tamsúlósíni (þ.m.t. ofnæmisbjúgi af völdum tamsúlósíns), soja, jarðhnetum eða einhverju öðru hjálparefnanna. Sjúklingum með sögu um réttstöðulágþrýsting eða sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

DUT.R.2020.0001.01


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
415724 0,5 mg + 0,4 mg 30 stk
542694 0,5 mg + 0,4 mg 90 stk
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei