Dorzolamide Alvogen

Dorzolamide Alvogen inniheldur virka efnið dorzólamíðhýdróklóríð og er notað við hækkuðum augnþrýstingi.  Dorzólamíðhýdróklóríð er öflugur kolsýruanhýdrasa II hemil. Hemlun kolsýruanhýdrasa í fellingabaug augans (“ciliary processes”) dregur úr seytingu augnvökva, sem leiðir til lækkunar á augnþrýstingi.

Ábendingar:

Dorzolamide Alvogen er ætlað:

  • sem viðbótarmeðferð með beta-blokkum
  • sem einlyfja meðferð hjá sjúklingum sem svara ekki beta-blokkameðferð og hjá sjúklingum sem ekki mega nota beta-blokka.

Til meðferðar við hækkuðum augnþrýstingi hjá sjúklingum með:

  • hækkaðan augnþrýsting
  • gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) 
  • sýndarflysjunargláku (pseudoexfoliative glaucoma)

Frábendingar:

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Dorzólamíð hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun < 30 ml/mín.) eða með klóríðblóðsýringu (hyperchloremic acidosis). Þar sem dorzólamíð og umbrotsefni þess skiljast aðallega út um nýru, er dorzólamíð ekki ætlað þessum sjúklingum.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi: Alvogen

DOR.R.2021.0001.01                                                                                                                 


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
497995 20 mg/ml 1x5ml
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei