Darunavir Alvogen

Darunavir Alvogen inniheldur virka efnið darunavir. Darunavir Alvogen er andretróveirulyf notað til meðferðar við HIV (human immunodeficiency virus) sýkingu. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast próteasahemlar. Darunavir Alvogen verkar með því að fækka HIV-veirum í líkamanum. Með því styrkir það ónæmiskerfið og dregur úr hættu á öðrum sjúkdómum sem tengjast HIV-sýkingunni.

Ábendingar: Darunavir Alvogen, gefið ásamt ritonaviri í lágum skömmtum, er ætlað til samsettrar meðferðar með öðrum andretróveirulyfjum handa sjúklingum með HIV-1 veirusýkingu. Darunavir Alvogen 600 mg töflur má nota til þess að ná viðeigandi skammtastærð: Til meðferðar við HIV-1 sýkingu hjá fullorðnum sjúklingum sem áður hafa fengið andretróveirumeðferð, m.a. þeir sem reynt hafa margar aðrar meðferðir. Til meðferðar við HIV-1 sýkingu hjá börnum, 3 ára og eldri sem vega a.m.k. 15 kg. Þegar ákveðið er að hefja meðferð með Darunavir Alvogen, ásamt ritonaviri í lágum skömmtum, skal íhuga vel meðferðarsögu viðkomandi sjúklings og mynstur stökkbreytinga í tengslum við mismunandi lyf. Próf á arfgerð og svipgerð (ef þau liggja fyrir) og meðferðarsaga skulu höfð til hliðsjónar við notkun Darunavir Alvogen.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur C). Samsett meðferð með rifampicini og darunaviri samhliða ritonaviri í lágum skömmtum. Notkun samhliða samsettu lyfi sem inniheldur lopinavir/ritonavir. Notkun samhliða náttúrulyfjum sem innihalda jóhannesarjurt (Hypericum perforatum). Notkun darunavirs, ásamt ritonaviri í lágum skömmtum, samhliða virkum efnum sem eru mjög háð CYP3A hvað varðar úthreinsun og aukin plasmaþéttni þeirra tengist alvarlegum og/eða lífshættulegum atvikum. Þessi virku efni eru til dæmis: alfuzosin (alpha-1-adrenalín-viðtakablokki), amiodaron, bepridil, dronedaron, ivabradin, kinidin, ranolazin (lyf við hjartsláttartruflunum/hjartaöng), astemizol, terfenadin (andhistamin), colchicin þegar það er notað hjá sjúklingum með skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi (lyf við þvagsýrugigt), ergotafleiður (t.d. dihydroergotamin, ergometrin, ergotamin, metýlergonovin) - elbasvir/grazoprevir (andveirulyf sem verka beint á lifrarbólgu C), cisaprid (lyf sem örva þarmahreyfingar), dapoxetin, domperidon, naloxegol, lurasidon, pimozid, quetiapin, sertindol (sefandi lyf/geðrofslyf), triazolam, midazolam til inntöku (róandi lyf/svefnlyf), sildenafil þegar það er notað til að meðhöndla lungnaslagæðaháþrýsting, avanafil (PDE-5 hemlar), simvastatin og lovastatin (HMG-CoA reductasahemlar), dabigatran ogticagrelor (blóðflöguhemjandi lyf).

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

DAR.R.2020.0001.01

Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
062793 600 mg 60 stk.
174806 800 mg 30 stk.
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei