Coxient

Etoricoxib virka efnið í Coxient er sértækur cyclooxygenasa-2 hemill eða COX-2 hemill og tilheyrir flokki bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja eða non-steroidal anti-inflammatory durgs (NSAIDs). Coxient dregur úr verkjum og bólgu í liðum og vöðvum ásamt því að hafa hitalækkandi áhrif.  

Etoricoxib dregur úr myndun prostaglandína í líkamanum með því að blokka ensímið COX-2. Etoricoxib er sértækara en eldri bólgueyðandi gigtarlyf sem blokka bæði ensímið COX-1 og ensímið COX-2. Þar sem lyfið blokkar einungis ensímið COX-2 minnkar hættan á aukaverkunum eins og magasárum í samanburði við lyf sem blokka bæði ensímin. Bólgueyðandi og verkjastillandi verkun etorícoxíb er sambærileg og hjá eldri bólgueyðandi lyfjum.

Coxient er notað við einkennum af völdum slitgigtar, iktsýki, hryggikt og verkjum og bólgueinkennum tengdum bráðri þvagsýrugigt. Einnig er lyfið notað til skammtímameðferðar við meðalsæmum verkjum í tengslum við tannaðgerðir.

 


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
399904 30 mg 28 stk
478993 60 mg 28 stk
568478 90 mg 28 stk
109338 120 mg 7 stk
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei