Cíprofloxacín Portfarma / Alvogen

Cíprófloxacín er breiðvirkt sýklalyf. Það hindrar afritun erfðaefnis í bakteríum og kemur þannig í veg fyrir að frumur skipti eða fjölgi sér. Cíprófloxacín er notað við ýmsum bakteríusýkingum, t.d. í þvagfærum, blöðruhálskirtli, maga og þörmum. Það þolist yfirleitt vel og aukaverkanir þess eru tiltölulega fátíðar. Lyfið hentar þó síður börnum eða þunguðum konum þar sem það getur hugsanlega valdið sinaskemmdum og liðbólgu í börnum. Eins og önnur breiðvirk sýklalyf getur cíprófloxacín raskað eðlilegri bakteríuflóru líkamans og því getur fylgt aukin hætta á sýkingum af völdum sveppa eða baktería sem eru ónæmar fyrir lyfinu.


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
169784 250mg 10
169773 250mg 20
1169762 500mg 10
169773 500mg 20
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei
Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.