Carveratio

Carveratio inniheldur virka efnið carvedílól. Lyfið tilheyrir flokki alfa- og beta-blokka. Carveratio er notað til meðhöndlunar á háþrýstingi, og hjartaöng. Carveratio er einnig notað sem viðbótarmeðferð við hjartabilun.

Ábendingar: Háþrýstingur, langvinn og stöðug hjartaöng og sem viðbótarmeðferð við miðlungi alvarlegri til alvarlegri, stöðugri hjartabilun.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Óstöðug/vanmeðhöndluð hjartabilun. Skerðing á lifrarstarfsemi með klíníska þýðingu. Efnaskiptablóðsýring. AV-leiðslurof af öðru eða þriðja stigi (nema að hjartagangráður sé til staðar). Alvarlegur hægsláttur (<50 slög/mín). Sjúkur sínushnútur (þ.m.t. gúls- og gáttarof). Alvarlegur lágþrýstingur (slagbilsþrýstingur minni en 85 mmHg). Hjartalost. Saga um berkjukrampa eða astma.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

CAR.R.2020.0001.01


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
142615 6,25 mg 100 stk.
464226 12,5 mg 100 stk.
447596 25 mg 100 stk.
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei