Betahistin Ratiopharm inniheldur virka efnið betahistin. Lyfið hefur sértæk áhrif á histamínviðtaka í líkamanum, það virkar sem histamínviðtaka H1-örvi og histamínviðtaka H3-hemill. Betahistin hefur hverfandi áhrif á magasýruflæði (svörun fyrir tilstilli H2-viðtaka).
Ábendingar: Betahistin er ætlað til meðferðar við völundarsvima (Meniere´s heilkenni), en einkenni hans geta verið m.a. svimi, eyrnasuð, heyrnartap og ógleði.
Frábendingar: Betahistin má ekki nota hjá sjúklingum með krómfíklaæxli. Þar sem betahistin er samtengd hliðstæða histamíns getur hún virkjað losun katekólamína úr æxlinu og valdið alvarlegum háþrýstingi. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is
BET.R.2020.0001.01
Vörunúmer | Styrkleiki | Magn |
---|---|---|
444574 | 8 mg | 100 stk. |
507834 | 16 mg | 100 stk. |