Amoxin Comp

Amoxin comp er sýklalyf sem drepur bakteríur sem valda sýkingum. Það inniheldur tvö mismunandi lyf sem kallast amoxicillin og clavulansýra. Amoxicillin tilheyrir flokki lyfja sem kallast „penicillín“ en stundum er verkun þeirra hindruð (eru gerð óvirk). Hitt virka efnið (clavulansýra) kemur í veg fyrir að þetta gerist.

Ábending: Amoxin comp er ætlað til meðferðar við eftirfarandi sýkingum hjá fullorðnum og börnum: Bráðri skútabólgu af völdum bakteríusýkingar. Bráðri miðeyrnabólgu. Bráðri versnun á langvinnri berkjubólgu. Lungnabólgu sem smitast hefur utan sjúkrahúss. Blöðrubólgu.  Nýrna- og skjóðubólgu. Sýkingum í húð og mjúkvefjum, einkum húðbeðsbólga, dýrabiti, alvarlegri tannígerð ásamt dreifðri húðbeðsbólgu.  Sýkingum í beinum og liðum, einkum bein- og mergbólgu.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum, einhverju penicillini eða einhverju hjálparefnanna. Saga um alvarleg skyndileg ofnæmisviðbrögð (t.d. bráðaofnæmi) fyrir öðru beta-laktam lyfi (t.d. cefalosporini, carbapenemi eða monobactami). Saga um gulu/skerta lifrarstarfsemi af völdum amoxicillins/clavulansýru.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

AMC.R.2021.0001.01


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
005963 1000 mg 14 stk.
065751 91,4 mg/ml 70 ml
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei