Aclovir

Aclovir er veirulyf og inniheldur virka innihaldsefnið acíklóvír. Aclovir kemur í veg fyrir fjölgun ákveðinna veira og það getur einnig verið notað sem fyrirbyggjandi meðferð þegar um er að ræða tíðar, endurteknar sýkingar. Virkni aciclovirs beinist eingöngu að sýktum frumum.

Ábending: Meðferð við Herpes simplex-veirusýkingum í húð og slímhúð, þ.m.t. upphafssýkingu og endurteknum sýkingum á kynfærum. Fyrirbyggjandi meðferð við endurteknum herpessýkingum hjá sjúklingum með heilbrigt ónæmiskerfi. Fyrirbyggjandi meðferð við Herpes simplex sýkingum hjá fullorðnum, ónæmisbældum sjúklingum. Meðferð við ristli (Herpes zoster). Meðferð við hlaupabólu (Varicella zoster sýkingum) hjá börnum og fullorðnum í þeim tilfellum þegar sjúkdómurinn er talinn hættulegur, t.d. vegna annars sjúkdóms sem sjúklingurinn er með.

Frábending: Ofnæmi fyrir aciloviri, valacicloviri eða einhverju hjálparefnanna. Ekki á að nota aciclovir til að fyrirbyggja sýkingar hjá sjúklingum sem eru með skerta nýrnastarfsemi eða þvagþurrð.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

ACL.R.2020.0001.01


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
094441 200 mg 25 stk
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei