Risperidón Alvogen

Risperidon Alvogen er sefandi lyf. Það hefur áhrif á flest einkenni geðklofa og er notað við bráðum og líka langvinnum geðtruflunum. Talið er að einkenni geðklofa stafi að hluta til af of mikilli virkni ákveðinna taugaboðefna, þaðan sem skapferli, hegðun og skynjun er stjórnað í heila. Risperídón, virka efnið í lyfinu, dregur úr virkni nokkurra þeirra. Lyfið er líka notað við alvarlegum hegðunarvandamálum hjá börnum, unglingum og fullorðnum með námsröskun. Risperídón er tiltölulega nýtt lyf. Áhrif þess á boðefnakerfi heilans eru nokkuð frábrugðin áhrifum eldri sefandi lyfja. Sú mikilvægasta er að lyfið veldur síður hreyfitruflunum en eldri lyfin. Aukaverkanir sem þessar fylgja gjarnan notkun sefandi lyfja og takmarka notagildi þeirra.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
076387 1mg 60 stk.
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei