Fungyn

Ábendingar Fluconazole Portfarma eru: Til meðhöndlunar bráðra og endurtekinna candidasýkinga í leggöngum þegar altæk (systemic) meðferð er talin viðeigandi. Til meðhöndlunar candidasýkinga í koki, einnig þar sem ónæmisbæling er til staðar vegna krabbameinsmeðferðar eða alnæmis (AIDS). Til meðhöndlunar candidasýkinga í vélinda, einnig þar sem ónæmisbæling er til staðar svo sem vegna alnæmis (AIDS). Til meðhöndlunar candidasýkinga í djúpvefjum. Til að fyrirbyggja candidasýkingar hjá sjúklingum með daufkyrningafæð í kjölfar beinmergsskipta eða frumudrepandi krabbameinslyfjameðferðar eða geislameðferðar. Til að fyrirbyggja endurteknar candidasýkingar í koki hjá alnæmissjúklingum. Til meðhöndlunar mengisbólgu af völdum cryptococca (cryptococcal meningitis), t.d. hjá sjúklingum með alnæmi, hjá líffæraþegum eða hjá sjúklingum með bælt ónæmiskerfi af öðrum orsökum sem og hjá öðrum sjúklingum. Viðhaldsmeðferð til að fyrirbyggja endurtekna mengisbólgu af völdum cryptococca (cryptococcal meningitis) hjá alnæmissjúklingum. Styðjast ætti við klínískar leiðbeiningar, til dæmis þær sem gefnar hafa verið út af yfirvöldum í hverju landi þegar ávísað er á sveppalyf.


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
028907 50mg 7
028918 50mg 30
028940 150mg 2
028953 150mg 4
078307 200mg 28
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei