Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm

Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm inniheldur virka efnið alfúzósín og tilheyrir flokki lyfja sem kallast alfa-adrenviðtaka blokkar eða alfablokkar.Það er notað til meðferðar við alvarlegum einkennum góðkynja stækkunar blöðruhálskirtils. Stækkun blöðruhálskirtils getur valdið þvaglátsvandamálum, svo sem tíðum þvaglátum og erfiðleikum við þvaglát, einkum að nóttu. Alfa-blokkar slaka á vöðvunum í blöðruhálskirtlinum og efst í þvagrásinni. Þetta auðveldar flæði þvags úr blöðrunni.

Ábending: Meðferð við miðlungi til verulega miklum starfrænum einkennum góðkynja stækkunar í blöðruhálskirtli (BPH).

Frábending: Ofnæmi fyrir alfuzosini, öðrum quinazolinum (t.d. terazosini, doxazosini) eða einhverju hjálparefnanna. Réttstöðulágþrýstingur, skert lifrarstarfsemi og samhliðanotkun annarra alfa1-blokka.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

ALF.R.2020.0001.01


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
050306 10 mg 90 stk.
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei