Rizatriptan Alvogen

Rizatriptanum 10 mg

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Til meðferðar við mígreni

  • Inniheldur rizatriptan
  • Hröð verkun
  • Munndreifitöflur
  • Í lausasölu

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

RIZ.L.A.2020.0006.01

Úrdráttur úr fylgiseðli

Rizatriptan Alvogen 10 mg töflur eru í flokki lyfja sem nefnast sértæk 5-HT11B/1D viðtakaörvandi efni. Virkt efni: rizatriptanum. Ábending: Rizatriptan Alvogen er notað til að meðhöndla höfuðverk vegna mígrenikasts fyrir fullorðna einstaklinga á aldrinum 18 ára til 65 ára sem hafa áður verið greindir af lækni með mígreni og þurfa endurtekna meðferð vegna mígreniskasts. Ekki á að nota lyfið til að fyrirbyggja kast. Meðferð með Rizatriptan Alvogen dregur úr þani blóðæða sem umlykja heilann. Æðaþensla veldur höfuðverknum sem tengist mígrenikasti.

Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur er 10 mg. Ef þú tekur própranólól eða ert með nýrna- eða lifrarkvilla átt þú að nota 5 mg skammt af Rizatriptan Alvogen. Þú átt að láta minnst 2 klst. líða milli þess sem þú tekur própranólól og Rizatriptan Alvogen, mest 2 skammta á sólarhring.

Notkun Rizatriptan Alvogen með mat eða drykk: Verið getur að Rizatriptan Alvogen sé lengur að virka ef það er tekið með fæðu. Þó betra sé að taka lyfið á fastandi maga er vel hægt að taka það þó fæðu hafi verið neytt.

Taktu Rizatriptan Alvogen eins fljótt og hægt er eftir að mígrenieinkenni byrja. Ekki nota lyfið til þess að koma í veg fyrir mígrenikast.

Notkunarleiðbeiningar: Opnið þynnuna með þurrum höndum. Deilistrikið er ekki ætlað til þess að brjóta munndreifitöflunar. Settu munndreifitöfluna á tunguna, þar sem hún sundrast og hægt er að gleypa hana með munnvatni. Hægt er að taka Rizatriptan Alvogen munndreifitöflu þegar vökvi er ekki við höndina, eða til að komast hjá ógleði og uppköstum sem geta fylgt töku lyfsins með vökva.

Ef mígrenið kemur aftur innan 24 klst.

Mígrenieinkenni geta komið aftur innan 24 klst. hjá sumum sjúklingum. Ef mígrenið kemur aftur, getur þú tekið einn skammt af Rizatriptan Alvogen til viðbótar. Þú átt alltaf að bíða í a.m.k. 2 klst. milli skammta.

Ef þú ert enn með mígrenihöfuðverk eftir 2 klst. Ef þú svarar ekki fyrsta Rizatriptan Alvogen skammtinum á meðan á kasti stendur, er ekki mælt með að þú takir Rizatriptan Alvogen við sama mígrenikasti. Hins vegar er líklegt að þú munir svara Rizatriptan Alvogen meðferð meðan á næsta kasti stendur. Ekki taka meira en tvo skammta af Rizatriptan Alvogen á sólarhring.

Það eiga einnig að líða minnst 2 klst. milli skammta. Ef ástand þitt versnar, skaltu leita læknis.

Notkun Rizatriptan Alvogen hjá börnum undir 18 ára aldri er ekki ráðlögð.

Ekki má nota Rizatriptan Alvogen ef: • þú ert með ofnæmi fyrir rizatriptanbenzóati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). • þú ert með háþrýsting (miðlungsalvarlegan eða alvarlegan), eða vægan háþrýsting sem ekki er meðhöndlaður með lyfjum. • þú ert með eða hefur haft hjartakvilla, þ.m.t. hjartaáfall, brjóstverk (hjartaöng) eða hefur upplifað einkenni sem tengjast hjartasjúkdómum. • þú ert með alvarlega lifrarkvilla eða alvarlega nýrnakvilla. • þú hefur fengið slag (heilablóðfall) eða tímabundna blóðþurrð í heila. • þú hefur fyrirstöðuvandamál í útæðum (útæðasjúkdóma). • þú tekur inn mónóamínoxíðasahemla (MAO) s.s. móklóbemíð, fenelzín, tranýlcýprómín, eða pargylín (lyf við þunglyndi), eða línezólíð (sýklalyf) eða ef það eru innan við tvær vikur síðan þú hættir að taka MAO-hemil. • þú tekur inn lyf af ergótamín-gerð (t.d. ergótamín eða díhýdróergótamín) til meðhöndlunar á mígreniköstum, eða metýlsergíð til að koma í veg fyrir mígreniköst. • þú tekur annað lyf í sama flokki (t.d. súmatriptan, naratriptan eða zolmitriptan) til að meðhöndla mígrenið. 

Ef þú ert ekki viss um hvort ofangreind atriði eiga við þig, skaltu hafa samband við lækni eða lyfjafræðing áður en þú hefur töku Rizatriptan Alvogen.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Talaðu við lækni eða lyfjafræðing áður en þú tekur Rizatriptan Alvogen ef: • þú ert með einhver eftirtalin atriði sem eru áhættuþættir fyrir hjartasjúkdóma: hár blóðþrýstingur, sykursýki, reykir eða notar nikótínlyf í stað reykinga, hjartasjúkdómar í fjölskyldunni, þú ert karlmaður yfir fertugu eða kona sem gengið hefur í gegnum tíðahvörf. • þú ert með nýrna- eða lifrarkvilla. • þú hefur sérstakt hjartsláttarvandamál (greinrof). þú ert með eða hefur haft einhverskonar ofnæmi. • höfuðverkurinn tengist svima, erfiðleikum við gang, samhæfingarörðugleikum eða máttleysi í fæti og handlegg. • þú notar jurtalyf/jurtablöndu sem inniheldur Jóhannesarjurt. • þú hefur fengið ofnæmiseinkenni s.s. bólgnun á andliti, vörum, tungu og/eða koki sem getur orsakað öndunarerfiðleika og/eða kyngingarerfiðleika (ofsabjúg). • þú tekur sérhæfða serótónínendurupptökuhemla (SSRI) s.s. sertralín, escitalópramoxalat, og flúoxetín eða serótónín-noradrenalínendurupptökuhemla (SNRI) s.s. venlafaxín, og duloxetín við þunglyndi. • þú ert með eða hefur haft skammvinn einkenni eins og brjóstverk eða þrengsli fyrir brjósti.

Ef þú tekur meira Rizatriptan Alvogen en ráðlagt er getur þú fengið þrálátan höfuðverk. Í þannig tilfellum átt þú að hafa samband við lækni, þar sem vera kann að þú þurfir að stöðva notkun Rizatriptan Alvogen.

Sjá nánari upplýsingar inni á www.serlyfjaskra.is