PEVARYL - KREM OG SKEIÐARSTÍLL

Pevaryl krem 10 mg/g og 3 skeiðarstílar 150 mg (samsett pakkning)

Pevaryl krem og 3x skeiðarstílar (samsett pakkning) er notuð við sveppasýkingum í leggöngum.

  • Við sveppasýkingu í leggöngum
  • Fæst í lausasölu
  • Pakkningin inniheldur 15 g túpu af kremi og þrjá skeiðarstíla

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Pevaryl krem og 3x stílar (samsett pakkning): Fylgiseðill

PEV.L.A.2021.0003.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI - PEVARYL KREM OG SKEIÐARSTÍLAR X3

Pevaryl, ekónazól 10 mg/g (1%), 15 g túpa og ekónazól 150 mg, 3 stílar.
Pakkningin er samsett og í henni er krem og þrír stílar.

Ábending: Leggangabólga og skapabólga af völdum gersveppa.

Skammtar og lyfjagjöf: Þegar um er að ræða sveppasýkingar í leggöngum, samhliða sveppasýkingum á sköpum, spöng og umhverfis endaþarmsop er mælt með samtímis notkun skeiðarstíla og krems.
150 mg skeiðarstíll: Einn skeiðarstíll hátt í leggöng að kvöldi fyrir svefn, 3 daga í röð.
1% krem: Berið þunnt lag af kremi á svæðið í kringum leggangaop og endaþarmsop 2-3 sinnum á dag. Meðferðin á að vara þar til óþægindin eru horfin og í 3 daga til viðbótar.
Meðhöndlun maka: Þvoið reður og forhúð með volgu vatni og berið síðan Pevaryl 1% krem á 2 sinnum á dag þar til óþægindi hverfa og í 3 daga eftir það.

Þungaðar konur ættu að þvo hendur vandlega áður en notkun Pevaryl skeiðarstíla hefst.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Einungis til notkunar í leggöng. Pevaryl skeiðarstíla og krem má ekki nota í augu eða munn. Pevaryl inniheldur efni í olíugrunni sem getur skemmt latexhettur og latexverjur og þar með dregið úr öryggi við notkun þeirra. Því skal ekki nota Pevaryl samtímis latexhettum eða latexverjum. Sjúklingar sem nota sæðisdrepandi lyf skulu ráðfæra sig við lækni, þar sem staðbundin meðferð í leggöngum getur gert sæðisdrepandi lyf óvirkt. Pevaryl má ekki nota samhliða annarri innvortis eða útvortis meðferð kynfæra. Ef einhver merki um ertingu eða ofnæmi koma fram skal hætta meðferð. Sjúklingar sem eru með ofnæmi fyrir imidazoli hafa einnig greint frá ofnæmi fyrir econazolnítrati. Pevaryl krem inniheldur bensósýru sem getur haft væg ertandi áhrif á húð, augu og slímhúð. Pevaryl krem inniheldur bútýlhýdroxýanisól sem getur valdið staðbundnum aukaverkunum í húð (t.d. snertiofnæmi) eða haft ertandi áhrif á augu og slímhúð.

Notkun á meðgöngu: Vegna frásogs frá leggöngum má ekki nota Pevaryl á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema samkvæmt læknisráði. Pevaryl má nota á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur fyrir móður vegur þyngra en möguleg hætta fyrir fóstrið.

Notkum samhliða brjóstagjöf: Ekki er vitað hvort econazolnítrat skiljist út í brjóstamjólk. Gæta skal varúðar við notkun Pevaryl hjá konum með barn á brjósti.