PARACETAMOL RATIOPHARM

Parasetamól 500 mg

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Paracetamól ratiopharm hefur verkja- og hitastillandi áhrif. Það er notað til tímabundinnar hitalækkunar og til meðferðar við vægum til í miðlungsmiklum verkjum, þ.m.t. höfuðverk, tannverk, tíðaverk, lið- og vöðvaverk og verk eftir aðgerð.  

  • Töflur
  • Við hita og verkjum
  • Fæst í lausasölu

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill


PAC.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Paracetamól 500 mg, 30 stk.

Ábending: Tímabundin lækkun á sótthita. Einkennabundin meðferð við vægum til í miðlungi miklum verkjum, s.s. höfuðverk, tannverk, tíðaverkjum, vöðva- eða liðverkjum og verkjum eftir aðgerð.

Skammtar og lyfjagjöf:
Fullorðnir og börn 12 ára og eldri (>40 kg): 500 mg til 1000 mg, 1 sinni til 3 svar á dag.

Hjá börnum er stakur skammtur af paracetamoli 15 mg/kg, heildardagsskammtur á ekki að vera meiri en 45 mg/kg.

17 til 25 kg: ½ tafla mest 3svar á dag.
25 til 32 kg: ½ til 1 tafla mest 3var á dag.
Yfir 32 kg: 1 tafla mest 3svar á dag.

Fyrir 3 ára og yngri og samfellda notkun skal eingöngu fylgja ráðleggingum læknis.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Lifrarskemmdir geta orðið, jafnvel án fyrri sögu um skerta lifrarstarfsemi, ef tekinn er of stór skammtur af paracetamoli (meira en 6 g hjá fullorðnum) yfir lengri tíma (í meira en 3 vikur). Gæta skal varúðar hjá sjúklingum sem eru með miðlungi mikið eða verulega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Við langtímanotkun getur paracetamol aukið hættu á nýrnaskemmdum. Ekki má nota önnur lyf samhliða sem innihalda paracetamol. Hjá sjúklingum með glútaþíonskort, eins og sést við vannæringu, blóðsýkingu, lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, langvarandi ofþornun eða misnotkun áfengis, getur notkun paracetamols aukið hættuna á efnaskiptablóðsýringu og lifrarbilun.

Meðganga og brjóstagjöf:
Meðganga: Mikið magn af gögnum um þungaðar konur gefa hvorki til kynna hættu á vansköpun né eituráhrif á fóstur/nýbura. Faraldsfræðilegar rannsóknir á taugaþroska hjá börnum sem útsett hafa verið fyrir paracetamoli á meðgöngu sýna ófullnægjandi niðurstöður. Paracetamol má nota á meðgöngu ef talin er klínísk þörf á því, hins vegar skal nota minnsta virka skammt í eins stuttan tíma og eins sjaldan og hægt er.
Brjóstagjöf: Paracetamol skilst út í brjóstamjólk en ekki í magni sem talið er klínískt mikilvægt.