PARACET

Parasetamól 60 og 125 mg

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Paracet endaþarmsstílar eru til skammtímameðferðar við hita t.d. vegna kvefs eða inflúensu og verkjum (vægum til miðlungsalvarlegum) hjá börnum þyngri en 3 kg.  

  • Endaþarmsstíll
  • Við hita og verkjum
  • Fæst í lausasölu
  • Fyrir börn (3 kg og þyngri)

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill


PAR.L.A.2020.0004.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Parasetamól, 60 og 125 mg, 10 stk.

Ábendingar: Til skammtímameðferðar við hita t.d. vegna kvefs og inflúensu, vægum til miðlungsalvarlegum verkjum, t.d. höfuðverk, tannverk, tíðaþrautum, vöðvaverkjum og liðverkjum. Undir eftirliti læknis til varnar gegn fylgikvillum hás hita, langvarandi höfuðverkjum og vöðva- og liðvandamálum.

Skammtar og lyfjagjöf: Hjá börnum er almennt mælt með stökum skammti u.þ.b. 15 mg/kg. Venjulegur ráðlagður skammtur er 45 mg/kg á sólarhring, hámarksskammtur á sólarhring er 60-75 mg/kg.
Börn 3-6 kg (0-4 mánaða): Einn 60 mg endaþarmsstíll 3 sinnum á sólarhring.
Börn 6-12 kg (4 mánaða-1½ árs): Einn 125 mg endaþarmsstíll 3 sinnum á sólarhring.

Frábendingar: Bráð lifrarbólga. Ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna s

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Ef neysla kolvetna og hágæða próteina er skert eru öryggismörk fyrir eiturverkanir á lifur lægri en ef næringarástand er eðlilegt. Viðvarandi notkun eða notkun hámarksskammta, einkum hjá sjúklingum sem eru vannærðir vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða ófullnægjandi næringar, felur í sér aukna hættu á aukaverkunum á lifur. Hitalækkandi meðferð hjá börnum skal af sömu ástæðu helst vera skammvinn. Ekki er hægt að útiloka hættu á nýrnaskemmdum við langvarandi meðferð. Gæta skal varúðar við lifrar- og nýrnaskemmdir. Eftir langvarandi meðferð (> 3 mánuði) með verkjalyfjum, með notkun annan hvern dag eða oftar, getur komið fram höfuðverkur, eða hann versnað. Höfuðverk af völdum ofnotkunar verkjalyfja skal ekki meðhöndla með því að hækka skammtinn. Í slíkum tilvikum skal hætta notkun verkjalyfja í samráði við lækni.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Geymið við lægri hita en 25°C.