OMEPRAZOL RATIOPHARM

Omeprazol 20 mg, 14 stk og 28 stk. 

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Omeprazol ratiopharm er notað hjá fullorðnum við skammtímameðferð gegn bakflæðissjúkdómi (t.d. brjóstsviða, súru bakflæði).

  • Hylki
  • Fæst í lausasölu
  • Við bakflæði
  • Dregur úr sýruframleiðslu í maga

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

OME.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Omeprazol ratiopharm, 20 mg omeprazol, 14 og 28 stk.
Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“. Þeir verka með því að draga úr sýruframleiðslu í maga.

Ábending: Omeprazol ratiopharm er notað hjá fullorðnum við skammtímameðferð gegn bakflæðissjúkdómi (t.d. brjóstsviða, súru bakflæði). Bakflæði kallast það þegar sýra flæðir úr maganum og upp í vélindað, sem getur orðið bólgið og aumt. Þetta getur valdið einkennum svo sem sviðatilfinningu fyrir brjósti sem nær upp að hálsi (brjóstsviða) og súru bragði í munni (súru bakflæði). Það getur verið nauðsynlegt að taka hylkin í 2-3 daga í röð til að vinna bug á einkennunum.

Varnaðarorð og varúðarreglur: Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Omeprazol ratiopharm er notað: Omeprazol ratiopharm getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skalt þú strax hafa samband við lækni ef eitthvert neðangreindra einkenna á við um þig: 
- Þú léttist mikið án skýringar og átt erfitt með að kyngja.
- Þú færð magaverk eða meltingartruflanir.
- Þú byrjar að kasta upp fæðu eða blóði.
- Þú hefur svartar (blóðugar) hægðir.
- Þú færð alvarlegan eða viðvarandi niðurgang, vegna þess að omeprazol hefur reynst tengjast svolítilli aukningu á smitandi niðurgangi. 
- Þú ert með alvarleg lifrarvandamál.
- Þú ert með minnkaðan B12-vítamínforða í líkamanum eða með áhættuþætti fyrir minnkuðu frásogi B12-vítamíns og þarfnast langvarandi meðferðar með omeprazoli. Líkt og á við um öll sýruhamlandi lyf, getur ómeprazól dregið úr frásogi B12-vítamíns
- Þú átt að fara í ákveðna blóðrannsókn (Chromogranin A). 
- Ef húðviðbrögð hafa einhvern tíma komið fram eftir meðferð með lyfjum skyldum Omeprazol ratiopharm, sem draga úr myndun magasýru.

Ráðlagður skammtur: Eitt 20 mg hylki hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga.  Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2-3 daga samfellt áður en einkennin réna.

Notkun lyfsins: 
- Mælt er með því að hylkin séu tekin að morgni.
- Hylkin má taka með mat eða á fastandi maga.
- Gleypið hylkin heil með hálfu glasi af vatni. Hylkin má hvorki tyggja né mylja. Þetta er vegna þess að hylkin innihalda hjúpaðar smákúlur sem koma í veg fyrir að sýran í maganum brjóti lyfið niður. Það er mikilvægt að smákúlurnar skemmist ekki.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir omeprazoli, útskiptum (substituted) benzimidazolum eða einhverju hjálparefnanna.

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf
Meðganga: Niðurstöður úr þremur framvirkum faraldsfræðilegum rannsóknum (útkoma yfir 1.000 þungana þar sem útsetning hafði orðið) benda ekki til neinna aukaverkana omeprazols á meðgöngu eða heilsu fósturs/nýbura. Omeprazol má nota á meðgöngu.
Brjóstagjöf: Omeprazol er skilið út í brjóstamjólk en ólíklegt er að það hafi áhrif á barnið við notkun ráðlagðra skammta.
Frjósemi Dýrarannsóknir með handhverfri (racemic) omeprazol blöndu til inntöku, gefa ekki til kynna áhrif á frjósemi.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Geymið við lægri hita en 30°C. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.