NASOFAN

Fluticasonum 50 míkróg/skammt 

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Nasofan nefúði er ætlaður til fyrirbyggjandi meðferðar og meðferðar hjá fullorðnum og börnum, 4 ára og eldri, við árstíðabundinni ofnæmisbólgu í nefi (þ.m.t. ofnæmiskvefi) og langvarandi nefslímubólgu.

  • Inniheldur flútíkasón
  • Nefúði
  • Fæst í lausasölu
  • Við ofnæmiskvefi

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

NAS.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Flútíkasón, 50 mcg/skammt, 60 skammtar.

Ábendingar: Nasofan nefúði er ætlaður til fyrirbyggjandi meðferðar og meðferðar hjá fullorðnum og börnum, 4 ára og eldri, við árstíðabundinni ofnæmisbólgu í nefi (þ.m.t. ofnæmiskvefi) og langvarandi nefslímubólgu.

Skammtar:
Börn Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Nasofan nefúða hjá börnum yngri en 4 ára.
Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: Ráðlagður skammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag (200 míkróg) helst að morgni. Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að nota tvo úðaskammta í hvora nös tvisvar á dag (400 míkróg). Þegar stjórn hefur náðst á einkennum má nota viðhaldsskammt, sem er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag (100 míkróg). Ef einkenni koma fram að nýju má auka skammt í samræmi við það. Hámarksskammtur skal ekki fara yfir fjóra úðaskammta (400 míkróg) í hvora nös daglega. Nota skal minnsta skammt sem nægir til að hafa stjórn á einkennum.
Aldraðir: Sömu skammtar og handa fullorðnum.
Börn á aldrinum 4 til 11 ára: Ráðlagður skammtur er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag (100 míkróg), helst að morgni. Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að nota einn úðaskammt í hvora nös tvisvar á dag (200 míkróg). Þegar stjórn hefur náðst á einkennum má nota viðhaldsskammt, sem er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag (100 míkróg). Hámarksskammtur skal ekki fara yfir tvo úðaskammta (200 míkróg) í hvora nös daglega. Nota skal minnsta skammt sem nægir til að hafa stjórn á einkennum.

Til að ná hámarksárangri við meðferð er regluleg notkun nauðsynleg. Það takur 3-4 daga fyrir lyfið að ná fullri verkun.

Lyfjagjöf: Nasofan nefúði er eingöngu ætlaður til gjafar í nefhol.

Varúðarráðstafanir áður en lyfið er meðhöndlað eða notað: Áður en Nasofan nefúði er notaður í fyrsta sinn þarf að undirbúa úðapumpuna með því að þrýsta pumpunni niður og sleppa sex sinnum. Ef Nasofan nefúði hefur ekki verið notaður í 7 daga þarf að undirbúa úðapumpuna aftur með því að þrýsta niður og sleppa nægilega oft þar til fínn úði fæst.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Fullur ávinningur af meðferð með Nasofan nefúða næst oft ekki fyrr en lyfið hefur verið notað í nokkra daga. Gæta skal varúðar þegar sjúklingar skipta yfir úr meðferð með steralyfjum til inntöku í meðferð með Nasofan nefúða, sérstaklega ef ætla má að starfsemi nýrnahettna sé skert.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Geymið við lægri hita en 25°C.