MILDISON LIPID

Hydrocortisonum 10 mg/g (1%)

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Mildison Lipid er notað til meðferðar á exemi sem stafar t.d. af: sápu, hreingerningarefnum, snyrtivörum, skordýrabiti og sólbruna

  • Inniheldur hýdrókortisón
  • Krem
  • Fæst í lausasölu
  • Þrjár mismunandi stærðir: 15, 30 og 100 g

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

MIL.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Hýdrókortisón krem 10 mg/g, 15, 30 og 100 g túpur.

Ábendingar: Bráðaexem og langvinnt exem af ýmsum orsökum.

Skammtar og lyfjagjöf: Berist á í þunnu lagi 2 sinnum á sólarhring. Þegar bati kemur í ljós má minnka skammta og bera kremið á 1 sinni á sólarhring eða 2-3 sinnum í viku til skiptis á við aðra mýkjandi meðferð.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Við sýkingar í húð af völdum baktería, sjúkdómsvaldandi sveppa eða snýkjudýra má aðeins nota staðbundna sykurstera ef sýkingin er meðhöndluð samhliða

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Varist að lyfið berist á augnslímhúð. Við langtímanotkun á erfiðu exemi á stórum húðsvæðum hjá litlum börnum skal hafa í huga hættuna á almennri (systemic) verkun. Verið getur að skýrt sé frá sjóntruflunum við altæka og staðbundna notkun barkstera. Ef sjúklingur fær einkenni á borð við þokusýn eða aðrar sjóntruflanir skal íhuga að vísa honum til augnlæknis til að meta mögulegar ástæður, þ.m.t. drer, gláka eða sjaldgæfir sjúkdómar á borð við miðlægan vessandi æðu- og sjónukvilla sem tilkynnt hefur verið um eftir altæka og staðbundna notkun barkstera. Mildison Lipid inniheldur cetósterýlalkóhól sem getur ert húð staðbundið (t.d. snertihúðbólga) og própýlparahýdroxýbensóat sem getur valdið ofnæmi (e.t.v. síðbúnu).

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Engar þekktar.

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf:
Meðganga: á meðgöngu. Hugsanleg áhætta af notkun lyfsins á meðgöngu er ekki þekkt.
Brjóstagjöf: Hydrocortison fer yfir í brjóstamjólk en hættan á að skaða barnið er ólíkleg af meðferðarskömmtum.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C.

Markasleyfishafi: Karo Pharma AB, Stokkhólmi, Svíþjóð