KETOCONAZOL RATIOPHARM

Ketoconazolum 20 mg/ml

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Ketoconazol ratiopharm er til meðferðar gegn flösu og flösuhúðbólgu.

  • Inniheldur ketókónazól.
  • Hársápa
  • Fæst í lausasölu.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

KET.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Ketókónazól 20 mg/ml, 60 ml.

Ábendingar: Flösuhúðbólga (seborrheic dermatitis) í hársverði og flasa (pityriasis capitis).

Skammtar og lyfjagjöf: Ketoconazol ratiopharm hársápa er ætluð til notkunar hjá unglingum og fullorðnum. Hársvörðurinn er þveginn með Ketoconazol ratiopharm hársápu og hún látin verka í 3-5 mínútur áður en hún er skoluð úr.

Meðferð: Hársvörður og hár eru meðhöndluð tvisvar í viku í 2-4 vikur.
Fyrirbyggjandi meðferð: Hársvörður og hár eru þvegin einu sinni í viku eða aðra hverja viku til að koma í veg fyrir endurkomu einkenna.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Forðast skal að hársápan berist í augu. Ef hársápan berst í augu skal skola þau vel með vatni. Flasa og flösuhúðbólga tengjast oft hárlosi og einnig hefur verið greint frá þessu við notkun Ketoconazol ratiopharm hársápu. Hjá sjúklingum sem hafa verið í langvinnri meðferð með barksterum á húð á sama húðsvæði er mælt með því að sterameðferðinni sé hætt smám saman á 2 til 3 vikum á meðan Ketoconazol ratiopharm hársápa er notuð, til að fyrirbyggja hugsanlegt bakslag (versnun einkenna í húð).

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Ekki hafa verið gerðar fullnægjandi samanburðarrannsóknir hjá þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Þéttni ketoconazols í plasma var ekki mælanleg eftir notkun Ketoconazol 2% (20 mg/ml) hársápu í hársvörð hjá konum sem ekki voru þungaðar. Þéttni í plasma var mælanleg eftir notkun ketoconazol 2% hársápu á allan líkamann. Engin áhætta tengd notkun ketoconazol 2% hársápu á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf er þekkt.