KALEORID

Kalíumklóríð 750 mg

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Kaleorid er til meðferðar gegn kalíumskorti.

  • Inniheldur kalíum
  • Forðatöflur
  • Fæst í lausasölu, 100 stk og 250 stk.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

KAO.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Kalíumklóríð 750 mg, 100 og 250 stk, forðatöflur.

Ábendingar: Kalíumskortur. Fyrirbyggjandi við kalíumskorti í sambandi við meðferð með þvagræsilyfjum.

Skammtar
Fullorðnir: Fyrirbyggjandi meðferð:1-2 töflur 2-3 sinnum á sólarhring. Við kalíumskort á að aðlaga skammta einstaklingsbundið samkvæmt kalíumgildi í sermi. Yfirleitt nægja 2 töflur 2-3 sinnum á sólarhring til að bæta kalíumgildi í sermi. Síðan er skammturinn yfirleitt 1-2 töflur tvisvar á sólarhring. Kalíumgildi í sermi á að mæla reglulega til að aðlaga skammta í samræmi við verkun.
Aldraðir: Ráðleggingar um skammta hjá öldruðum sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi eru þær sömu og hjá fullorðnum með eðlilega nýrnastarfsemi. Þar sem nýrnastarfsemi getur hins vegar verið skert hjá öldruðum sjúklingum getur verið nauðsynlegt að aðlaga skammta með tilliti til nýrnastarfsemi.
Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á verkun og öryggi Kaleorid hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf: Töflurnar á að gleypa heilar með minnst einu glasi af vatni og ekki útafliggjandi.

Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir einhverju hjálparefnanna 
- Blóðkalíumhækkun eða aðrar aðstæður sem leitt geta til blóðkalíumhækkunar 
-
Verulega skert nýrnastarfsemi
- Sár eða teppa í meltingarvegi 
-
Ómeðhöndlaður Addisons sjúkdómur 

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf:
Frjósemi: Engar rannsóknir liggja fyrir um áhrif kalíumklóríðs á frjósemi.
Meðganga: Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun kalíumklóríðs á meðgöngu. Sýna þarf aðgát þegar lyfið er notað þegar fæðustreymi gegnum meltingarveg getur verið skert eins og á meðgöngu. Kaleorid á aðeins að nota á meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur vegur þyngra en hugsanleg áhætta.
Brjóstagjöf: Kalíum skilst út í brjóstmjólk en við meðferðarskammta Kaleorid er ekki gert ráð fyrir áhrifum á börn sem eru á brjósti. Konur sem hafa barn á brjósti mega nota Kaleorid.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.