IBUXIN RAPID

Ibuprofenum 400 mg

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

ibuxin rapid dregur úr verkjum og hita.

  • Inniheldur íbúprófen
  • Filmuhúðuð tafla
  • Virkar hratt

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

IBR.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

ibuxin rapid 400 mg, 30 stk filmuhúðaðar töflur.

Ábending: ibuxin rapid er lyf sem dregur úr verkjum og hita (bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki er steri). ibuxin rapid er notað sem skammtíma meðferð við:
- vægum til miðlungi miklum verkjum, svo sem höfuðverk, tannverk, tíðaverk, og hita og verkjum vegna kvefs
- bráðum mígrenihöfuðverk, með eða án fyrirboðaeinkenna

ibuxin rapid er ætlað börnum yfir 20 kg að þyngd (6 ára og eldri), unglingum og fullorðnum.

Skammtar og lyfjagjöf:
Skammtar: Fullorðnir Upphafsskammtur, 200 mg eða 400 mg af ibuprofeni. Ef nauðsyn krefur má taka 200 mg eða 400 mg viðbótarskammta af ibuprofeni. Tímabil á milli skammta skal velja með tilliti til einkenna og ráðlagðs hámarksskammts á dag. Það skal ekki vera minna en 6 klst. fyrir hvern skammt. Heildarskammtur má ekki fara yfir 1.200 mg af ibuprofeni á neinu 24 klst. tímabili.
Ef nota þarf lyfið í meira en 3 daga vegna mígrenihöfuðverks eða hita, eða meira en 4 daga við verkjameðferð eða ef einkennin versna, er sjúklinginum ráðlagt að leita til læknis.

Lengd meðferðar: Aðeins til skammtíma notkunar. Hægt er að lágmarka aukaverkanir með því að nota minnsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er, til að hafa stjórn á einkennum.

Lyfjagjöf: Til inntöku. Filmuhúðuðu töflurnar skal gleypa með vatni. Sjúklingum sem eru viðkvæmir í maga er ráðlagt að taka ibuprofen með máltíðum.

Frábendingar:
- ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
- saga um ofnæmisviðbrögð (t.d. berkjukrampa, astma, nefslímubólgu, ofsabjúg eða ofsakláða) í tengslum við töku acetylsalicylsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja sem ekki eru sterar (NSAID).
- óskýrð blóðmyndunartruflun - virk, eða saga um endurtekin sár/blæðingu (tvö eða fleiri aðgreind staðfest tilvik um sár eða blæðingu) 
- saga um blæðingu eða rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum sem ekki eru sterar
- blæðing í heilaæðum eða önnur virk blæðing
- alvarleg skerðing á lifrar- eða nýrnastarfsemi
- alvarleg hjartabilun (NYHA flokkur IV)
- alvarleg ofþornun (vegna uppkasta, niðurgangs eða ófullnægjandi vökvainntöku)
- síðasti þriðjungur meðgöngu

Lyfið má ekki nota hjá börnum undir 20 kg að þyngd eða yngri en 6 ára, þar sem þessir styrkleikar henta ekki vegna mikils magns af virka efninu.

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf:
Meðganga: Ekki má nota ibuprofen á síðasta þriðjungi meðgöngu.
Brjóstagjöf: Aðeins lítið magn ibuprofens og niðurbrotsefna þess berst í brjóstamjólk. Þar sem engar aukaverkanir á ungabarnið eru þekktar, er yfirleitt ekki nauðsynlegt að gera hlé á brjóstagjöf við skammtíma notkun í ráðlögðum skömmtum, til meðferðar við vægum til miðlungi miklum verkjum eða hita.
Frjósemi: Einhverjar vísbendingar eru um að lyf sem hindra cýkló-oxýgenasa/nýmyndun prostaglandína geti skert frjósemi hjá konum, með áhrifum á egglos. Þetta gengur til baka þegar meðferð er hætt. 

Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Geymið við lægri hita en 25°C.