IBUXIN

Ibuprofenum 400 mg

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Til meðferðar við tímabundnum verkjum og hita, svo sem einkennum kvefs eða inflúensu, vöðvaverkjum og liðverkjum, höfuðverkjum, gigtarverkjum, tíðaverkjum og tannverkjum.

  • Inniheldur íbúprófen
  • Filmuhúðuð tafla
  • Lausasölulyf

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

IBU.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Ibúprófen 400 mg, 30 stk filmuhúðaðar töflur.

Ábendingar: Tímabundnir verkir og hiti, svo sem einkenni kvefs eða inflúensu, vöðvaverkir og liðverkir, höfuðverkur, gigtarverkir, tíðaverkir og tannverkur.

Skammtar og lyfjagjöf: Leitast skal við að nota minnsta virka skammt í eins stuttan tíma og nauðsynlegt er til að lina einkenni. Töfluna skal taka með nægilegu magni af vökva, til dæmis glasi af vatni.

Langtíma notkun skal eingöngu vera samkvæmt ávísun frá lækni.

Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: 1/2-1 tafla 1-3 sinnum á dag eftir þörfum.
Börn (yngri en 12 ára): Stakur hámarksskammtur er 10 mg/kg og dagsskammturinn er að hámarki 30 mg/kg.
• 4-8 ára (20-25 kg): ½ tafla ekki oftar en 3 sinnum á dag.
• 8-12 ára (25-30 kg): ½ tafla ekki oftar en 4 sinnum á dag. 

Börn: Ef nota þarf lyfið í lengri tíma en 3 daga hjá börnum eða unglingum eða ef einkenni versna skal hafa samband við lækni.

Frábendingar
• Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. 
• Alvarleg hjartabilun (NYHA flokkur IV) 
• Síðasti þriðjungur meðgöngu (vikur 28-40 á meðgöng).
• Þetta lyf skal ekki gefa sjúklingum sem vitað er að hafa áður fengið einkenni eins og berkjukrampa, astma, nefslímubólgu, ofnæmisbjúg eða ofsakláða eftir inntöku acetylsalicylsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja.
• Aðstæður sem valda hættu á magablæðingu (svo sem hjá sjúklingum sem fá meðferð með segavarnarlyfjum, sjúklingum með dreyrasýki og sjúklingum með blóðflagnafæð eða skerta lifrarstarfsemi).
• Saga um magablæðingu eða rof í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum.
• Brátt magasár eða blæðing vegna slíks sárs eða saga um endurtekin magasár/blæðingu (a.m.k. tvö aðskilin tilvik um staðfest sár eða blæðingu).
• Óútskýrð truflun á blóðmynd. 
• Veruleg skerðing á lifrar- eða nýrnastarfsemi, eða veruleg óþægindi frá hjarta sem ekki hefur náðst stjórn á.
• Heilablæðing eða önnur virk blæðing.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Ibuprofen skal ekki nota ásamt öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID), þ.m.t. sértökum COX-2 hemlum (þ.e. coxib lyfjum).
Hægt er að lágmarka hugsanlegar aukaverkanir með því að nota minnsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er, til að hafa stjórn á einkennum

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf:
Meðganga: Ibuprofen má ekki nota á þriðja þriðjungi meðgöngu. 
Brjóstagjöf: Einungis lítið magn ibuprofens og niðurbrotsefna þess er skilið út í brjóstamjólk. Vegna þess að engar þekktar aukaverkanir hjá nýburum eru þekktar, er venjulega ekki þörf á að stöðva brjóstagjöf við skammtímanotkun ibuprofens í ráðlögðum skömmtum.
Frjósemi: Notkun ibuprofens getur dregið úr frjósemi hjá konum.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.