GLINOR

Acidum cromoglicicum 40 mg/ml

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Til meðferðar við ofnæmisbólgum í nefi; bæði árstíðabundnum og viðvarandi.

  • Inniheldur natríumcromoglicat
  • Nefúði
  • Lausasölulyf
  • Má nota frá 4ra ára aldri

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

GLI.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Glinor, natríumcromoglicat 5,2 mg/skammt (40 mg/ml), 15 ml. 

Ábendingar: Ofnæmisbólgur í nefi; bæði árstíðabundnar og viðvarandi.

Skammtar og lyfjagjöf:
Fullorðnir og börn 4 ára og eldri: Einn úðaskammtur í hvora nös tvisvar til fjórum sinnum á dag.

Notkun nefúða:
1. Fjarlægið plasthlífina af stútnum á glasinu.
2. Fyrir fyrstu notkun þarf að úða nokkrum sinnum út í loftið til að fá jafnan úðaskammt.
3. Haldið glasinu í uppréttri stöðu, setjið stútinn á úðaglasinu í aðra nösina og ýtið einu sinni á dæluna. Endurtakið fyrir hina nösina.
4. Komið plasthlífinni aftur fyrir.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir natríumcromoglicati, benzalkonklóríði eða einhverju hjálparefnanna

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Áður en meðferð er hafin skal ganga úr skugga um að sjúklingurinn sé ekki með ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins.
Hjálparefni: Benzalkonklóríð Bensalkónklóríð getur valdið ertingu og bólgu í nefi, sérstaklega ef notkun stendur yfir í langan tíma.

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Engin skaðleg áhrif á fóstur hafa komið fram við notkun natríumcromoglicats. Engu að síður skal forðast notkun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og einungis skal nota lyfið á seinni stigum meðgöngu ef þörf er á. Natríumcromoglicat skilst að litlu magni út í brjóstamjólk. Þessi útskilnaður er sennilega skaðlaus en einungis skal nota lyfið hjá mæðrum með barn á brjósti ef þörf er á.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið varið gegn ljósi.