Fungoral

Ketoconazolum 20 mg/ml

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Til meðferðar við flösu og flösuhúðbólgu í hársverði.

  • Inniheldur sveppalyfið ketókónazól
  • Hársápa
  • Lausasölulyf
  • Mælt er með notkun Fungobase sjampós og hárnæringar milli Fungoral meðferða og eftir Fungoral meðferð. 

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

FUO.L.A.2020.0006.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Fungoral, hársápa 20 ml/ml, 120 ml. 

Ábendingar: Almenn flasa og flösuhúðbólga í hársverði.

Skammtar og lyfjagjöf:
Skammtar: Nuddið hársápunni vel inn í hársvörðinn. Venjulega nægja um 5 ml af hársápunni. Eftir 3-5 mínútur skal skola hársápuna úr hárinu. Fyrstu 2-4 vikurnar skal nota hársápuna tvisvar sinnum í viku, til að vinna bug á einkennunum, en síðan skal nota hana einu sinni í viku, eða eftir þörfum, til að koma í veg fyrir endurkomu einkennanna. Fungoral 2% hársápa er til notkunar fyrir unglinga og fullorðna.

Börn:
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum yngri en 12 ára.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir ketoconazoli eða einhverju hjálparefnanna.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Forðist að hársápan berist í augu. Ef það gerist á að skola augun með vatni. Þegar langtíma meðferð með útvortis sterum er hætt, getur fyrri húðbólga blossað upp (rebound phenomenon). Til að koma í veg fyrir þetta er mælt með því að draga smám saman úr notkun sterans á 2-3 vikum, samhliða því sem meðferð með Fungoral hársápu hefst.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Geymið við lægri hita en 25°C.