Fluconazol ratiopharm

Fluconazolum 5 mg

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Til meðferðar við sveppasýkingum í leggöngum af völdum gersveppsins Candida hjá konum, sem áður hafa verið greindar með sveppasýkingu. Einkennin eru meðal annars kláði og sviði í leggögnum og á ytri kynfærum

  • Inniheldur sveppalyfið flúkónazól
  • Hart hylki
  • 1 hylki til inntöku

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

FLU.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Fluconazol ratiopharm, 150 mg hart hylki, 1 stk.  

Ábendingar: Fluconazol er ætlað til meðhöndlunar á eftirfarandi sveppasýkingum.

Áður en byrjað er að nota Fluconazol ratiopharm: Einkenni frá kynfærum geta komið fram af öðrum orsökum sem geta krafist annarrar meðferðar. Notkun lyfja án lyfseðils á því aðeins að nota ef þú hefur áður verið greind með sveppasýkingu í leggöngum og þekkir þannig einkennin. 

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Fluconazol ratiopharm:
- Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur Fluconazol ratiopharm valdið alvarlegum húðviðbrögðum með blöðrumyndun og húðlosi (Stevens-Johnson heilkenni, eitrunardrepi í húðþekju). Ef þú færð húðútbrot meðan á meðferð með Fluconazol ratiopharm stendur skalt þú strax hafa samband við lækninn, sem ákveður hvort nauðsynlegt sé að grípa til frekari aðgerða. Alnæmissjúklingar hafa tilhneigingu til að fá alvarleg viðbrögð í húð af völdum margra lyfja.
- ef þú ert á sama tíma í meðferð með halofantrini (lyf við malaríu) eða terfenadini (ofnæmislyf). Ræddu það við lækninn þinn áður en meðferð hefst.
- ef þú ert með meðfædda eða áunna breytingu á starfsemi hjartans (lengingu QT bils, sem veldur breytingu á hjartalínuriti).
- ef þú notar lyf sem einnig geta lengt QT bilið á hjartalínuritinu, t.d. lyf við hjartsláttartruflunum í flokki IA eða III.
- ef þú ert með truflun í jafnvægi blóðsalta, einkum minnkaða þéttni kalíums og magnesíums.
- ef þú ert með hægan hjartslátt sem þarfnast meðferðar (hægslátt), hjartsláttartruflanir eða alvarlega hjartabilun.
- ef þú færð einkenni um „skerta starfsemi nýrnahetta“ þegar nýrnahetturnar framleiða ekki nægilegt magn af ákveðnum sterahormónum eins og kortisóli (krónísk eða langvarandi þreyta, vöðvaslappleiki, minnkuð matarlyst, þyngdartap, kviðverkur). Ræddu þetta við lækninn þinn.

Meðganga og brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Ekki skal nota Fluconazol ratiopharm á meðgöngu eða meðan barn er á brjósti.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni: Fluconazol ratiopharm Fluconazol ratiopharm inniheldur mjólkursykur (laktósa). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

Hvernig nota á Fluconazol ratiopharm: Notið Fluconazol ratiopharm alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.
Fullorðnir:
- Candidasýking í leggöngum: Eitt Fluconazol ratiopharm 150 mg hylki (=150 mg af fluconazoli) í stökum skammti.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3ja daga.

Lyfjagjöf: Hylkin skal gleypa heil, þau má ekki tyggja og skal taka með nægilegu magni af vökva (glasi af vatni) óháð máltíðum.

Hvernig geyma á Fluconazol ratiopharm: Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Ekki skal nota Fluconazol ratiopharm eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og glasinu. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.