Eradizol

Esomeprazol 20 mg
Nýtt lausasölulyf til meðferðar við brjóstsviða og sýrubakflæði

  • 24 stunda virkni
  • 1 tafla á dag
  • stoppar sýrumyndun
  • inniheldur Esomeprazol

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN

Fylgiseðill

Útdráttur úr fylgiseðli

Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 14 og 28 stk. í pakka. Virkt efni: Esomeprazol. Ábendingar: Eradizol er ætlað til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t. d. brjóstsviða og nábít) hjá fullorðnum.

Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur er ein tafla á sólarhring. Það gæti þurft að taka töflurnar í 2-3 daga samfleytt til að draga úr einkennunum. Meðferðarlengd er allt að 2 vikur. Þegar einkennin eru alveg horfin á að hætta meðferðinni. Sjúklingurinn skal leita til læknis ef einkennin eru ekki horfin innan tveggja vikna af samfelldri meðferð. Töflurnar á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni. Töflurnar má hvorki mylja né tyggja. Að öðrum kosti má sundra töflunni í hálfu glasi af kolsýrulausu vatni. Sjá nánar í fylgiseðli.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu, benzimidazolsamböndum eða einhverju hjálparefnanna. Esomeprazol má ekki nota samhliða nelfinaviri.

Sérstök varnaðarorð: Ráðfærðu þig við lækni ef þú verður fyrir þyngdartapi sem ekki er af ásetningi eða færð endurtekin uppköst. Ef þú ert með kyngingarerfiðleika, blóðuppköst eða svartar hægðir og ef grunur er um magasár eða magasár er til staðar skal útiloka illkynja sjúkdóm þar sem meðferð með esomeprazoli getur dregið úr einkennum og seinkað sjúkdómsgreiningu. Ef þú ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á maga, ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm, ef húðviðbrögð hafa einhvern tíma komið fram eftir meðferð með lyfjum skyldum Eradizol sem draga úr myndun magasýru(sjá nánar í fylgiseðli). Sjúklingar með langvarandi, endurtekin einkenni meltingartruflana eða brjóstsviða skulu fara reglulega í eftirlit til læknis. Sjúklingar, eldri en 55 ára, sem taka daglega einhver lyf við meltingartruflunum eða brjóstsviða, sem ekki eru lyfseðilsskyld, skulu láta lyfjafræðing eða lækninn vita.

Sjúklingar skulu ekki nota Eradizol til langs tíma sem fyrirbyggjandi lyf. Meðferð með prótónpumpuhemlum (PPI) getur aukið lítillega hættu á sýkingum í meltingarvegi, svo sem af völdum Salmonella og Campylobacter og hjá sjúklingum á sjúkrahúsum, einnig hugsanlega af völdum Clostridium difficile. Sjúklingar skulu ráðfæra sig við lækni áður en þeir taka lyfið ef magaspeglun, úrea-útöndunarloftsrannsókn eða Chromogranin A rannsókn er fyrirhuguð. Samhliða notkun esomeprazols og atazanavirs er ekki ráðlögð. Forðast ætti samhliða notkun esomeprazols og clopidogrels. Ekki taka annan prótónpumpuhemil eða H2-blokka samhliða Eradizol. Lyfið inniheldur súkrósa, Laktósa og glúkósa.

Þungun og brjóstagjöf: Í varúðarskyni er ákjósanlegt að forðast notkun Eradizol á meðgöngu. Konur sem hafa barn á brjósti ættu ekki að nota esomeprazol.

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Litlar líkur eru á að Eradizol hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla (sjá fylgiseðil).

Algengar aukaverkanir: höfuðverkur, kviðverkir, hægðatregða, niðurgangur, vindgangur, ógleði/uppköst, góðkynja separ í maganum.

Markaðsleyfishafi: Alvogen IPCo S. à. r. l. , 5 Rue Heienhaff, L-1736, Senningerberg, Lúxemborg. Dagsetning endurskoðunar textans: 02.ágúst 2017.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.