Desloratadine ratiopharm

Desloratadinum 5 mg

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Til meðferðar við ofnæmiskvefi í fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri.

  • Inniheldur deslóratadín
  • Munndreifitöflur 
  • Í lausasölu

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

DES.L.A.2020.0001.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Desloratadine ratiopharm, 5 mg munndreifitöflur, 30 stk.

Ábendingar: Desloratadine Alvogen er ætlað fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri til að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og ofsakláða.

Skammtar:
Fullorðnir og unglingar (12 ára og eldri): Ráðlagður skammtur af Desloratadine Alvogen er ein 5 mg munndreifitafla í munn einu sinni á dag.
Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Desloratadine Alvogen hjá börnum yngri en 12 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf: Til inntöku. Skammtinn má taka með eða án fæðu 2 Strax fyrir notkun er þynnan varlega opnuð og skammtur af munndreifitöflu er fjarlægður án þess að mylja hana. Munndreifitöflunni er komið fyrir í munni þar sem hún mun leysast strax upp. Ekki er þörf á vatni eða öðrum vökva til þess að kyngja skammtinum. Taka skal skammtinn um leið og þynnan hefur verið opnuð.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Desloratadine Alvogen ætti að nota með varúð þegar um er að ræða verulega skerta nýrnastarfsemi. Gæta skal varúðar við gjöf desloratadins hjá sjúklingum með heilsufars- eða fjölskyldusögu um flog, sérstaklega hjá ungum börnum, sem er hættara við að fá ný flog meðan á meðferð með desloratadini stendur. Hugsanlega þarf að hætta meðferð með desloratadini hjá sjúklingum sem fá flog meðan á meðferð stendur. Þetta lyf inniheldur aspartam. Það getur verið skaðlegt þeim sem eru með fenýlketónmigu.

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf:
Meðganga: Umtalsverðar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins á meðgöngu (yfir 1.000 þunganir) og þær benda til þess að desloratadin valdi hvorki vansköpun né eiturverkunum á fóstur/nýbura. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa hvað varðar eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Til öryggis er æskilegt að forðast notkun Desloratadine Alvogen á meðgöngu.
Brjóstagjöf: Desloratatin hefur verið greint hjá brjóstmylkingum/ungbörnum mæðra sem fá meðferð. Áhrif desloratadins hjá nýburum/ungbörnum eru ekki þekkt. Taka verður ákvörðun um hvort hætta skulu brjóstagjöf eða hætta/gera hlé á meðferð með Desloratadine Alvogen að teknu tilliti til ávinnings af brjóstagjöf fyrir barnið og ávinning af meðferð fyrir móðurina.
Frjósemi: Engin gögn liggja fyrir um frjósemi karla og kvenna.