Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.
Cetirizine ratiopharm er ætlað fullorðnum og börnum 6 ára og eldri til að draga úr einkennum í nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs eða til að draga úr einkennum langvarandi ofsakláða af óþekktum orsökum
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
CET.L.A.2021.0001.02
Cetirizín 10 mg, filmuhúðaðar töflur, 30 eða 100 stk.
Ábendingar: Cetirizin er ætlað fyrir fullorðna og börn 6 ára og eldri:
- til að draga úr einkennum frá nefi og augum hjá þeim sem hafa árstíðabundið eða stöðugt ofnæmiskvef.
- til að draga úr einkennum langvinns ofsakláða af óþekktum orsökum.
Skammtar:
Fullorðnir: 10 mg einu sinni á dag (ein tafla).
Börn yngri en 6 ára: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára vegna þess að lyfjaformið, sem filmuhúðaðar töflur, býður ekki upp á viðeigandi skammta.
Börn 6 til 12 ára: 5 mg tvisvar á sólarhring (hálf tafla tvisvar á sólarhring).
Unglingar eldri en 12 ára: 10 mg einu sinni á sólarhring (ein tafla).
Hjá börnum og fullorðnum með skerta nýrnastarfsemi þarf að ákveða skammta fyrir hvern einstakling og taka mið af virkni nýrna, aldri og þyngd.
Lyfjagjöf: Töflurnar skal gleypa með glasi af vökva.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju hjálparefnanna, hýdroxýzíni eða einhverjum píperazín afleiðum.
- Alvarlega skert nýrnastarfsemi eða kreatínínúthreinsun minni en 10 ml/mín.
Frjósemi og meðganga og brjóstagjöf:
Meðganga: Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísis- /fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað á þungaðar konur.
Brjóstagjöf: Gæta varúðar þegar cetirizin er gefið konum með barn á brjósti.
Frjósemi: Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um frjósemi en ekkert hefur komið fram sem bendir til áhrifa á frjósemi.
Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.