Amorolfin Alvogen

Amorolfinum 5%

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Til meðferðar við sveppasýkingum í nöglum

  • Inniheldur amorolfín
  • Lyfjalakk á neglur
  • Tær lausn
  • Í lausasölu

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill

AMO.L.A.2020.0001.02

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Amorolofin 5%, 5 ml glas. 

Amorolfin Alvogen er notað til meðferðar við sveppasýkingum í nöglum sem áður hafa verið greindar af lækni eða til meðferðar á endurteknum sveppasýkingum. Amorolfin Alvogen inniheldur virka efnið amorolfin (sem hýdróklóríð), sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast sveppalyf. Það drepur margs konar sveppi sem geta valdið sýkingu í nöglum.

Ábendingar: Sveppasýkingar í nöglum af völdum húðsveppa, gersveppa og myglu án áhrifa á gunnbyggingu naglar.

Skammtar og lyfjagjöf: Bera skal lyfjalakkið á sýkta fingur- eða táneglur einu sinni í viku. Í sumum tilfellum getur verið gagnlegt að bera það á tvisvar í viku.

Notkunarleiðbeiningar

1. Áður en Amorolfin Alvogen er borið á í fyrsta sinn er nauðsynlegt að viðkomandi svæði (sérstaklega yfirborð naglarinnar) sé þjalað niður eins vel og hægt er. Síðan á að hreinsa yfirborð naglarinnar með alkóhólgrisju. Við endurtekna notkun Amorolfin Alvogen skal þjala sýktar neglur eins og áður og síðan skal þrífa neglurnar með hreinsigrisju til að fjarlægja allar leifar af lakki sem gætu verið á nöglunum. Varúð: Naglaþjalir sem notaðar eru á sýktar neglur má ekki nota á ósýktar neglur.

2. Notið einn af endurnýtanlegu plastspöðunum til að bera lyfjalakkið á allt yfirborð sýktu naglanna. Leyfið lakkinu að þorna í 3-5 mínútur. Eftir notkun skal hreinsa spaðann vel með sömu hreinsigrisju og var notuð áður til að hreinsa neglurnar. Geymið glasið vel lokað. Dýfa skal spaðanum í lyfjalakkið fyrir hverja nögl, án þess að þurrka nokkuð lakk af við brún flöskunnar. 2 Meðferð skal haldið áfram óslitið þar til nöglin hefur endurnýjað sig og viðkomandi svæði er læknað. Tími og lengd meðferðar ræðst af því hversu svæsin sýkingin er og staðsetningu hennar. Venjuleg meðferðarlengd er sex mánuðir (fingurneglur) og 9-12 mánuðir (táneglur). Endurmeta skal meðferð með reglulegu millibili, á u.þ.b. 3 mánaða fresti.

Ef fótsveppir eru einnig til staðar skal meðhöndla þá með viðeigandi sveppalyfjakremi. 

Frábendingar: Ekki má nota Amorolfin Alvogen aftur hjá sjúklingum sem hafa sýnt ofnæmisviðbrögð við meðferð. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur: Við notkun Forðast skal að lyfjalakkið komist í snertingu við augu, eyru og slímhúðir. Sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma sem eru móttækilegir fyrir sveppasýkingum í nöglum eiga að ræða viðeigandi meðferð við lækni. Slíkir sjúkdómar eru útlægir blóðrásarkvillar, sykursýki og ónæmisbæling. Sjúklingar með visnaðar neglur og ónýtar neglur eiga að ræða viðeigandi meðferð við lækni. Forðast skal að nota naglalakk eða gervineglur meðan á meðferð stendur. Við notkun lífrænna leysiefna skal nota vökvaþétta hlífðarhanska því annars hreinsast Amorolfin Alvogen af. Börn Vegna þess að engin klínísk gögn eru tiltæk, er notkun amorolfins er ekki ráðlögð hjá börnum.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum við önnur lyf ætluð til útvortis notkunar.

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf:

Meðganga: Takmörkuð reynsla er af notkun amorolfins á meðgöngu. Eftir markaðssetningu hefur aðeins verið tilkynnt um fáein tilfelli þar sem amorolfin hefur verið notað útvortis hjá þunguðum konum, því er hugsanleg áhætta ekki þekkt. Rannsóknir á eiturverkun á æxlun hafa ekki sýnt nein merki um 3 vansköpun hjá tilraunadýrum en eituráhrif á fóstur sáust við stóra skammta af amorolfini til inntöku. Vegna þess að altæk útsetning amorolfins er lítil við ráðlagða klíníska notkun er ekki búist við aukaverkunum á fóstrið, en til að gæta varúðar er æskilegt að forðast notkun Amorolfin Alvogen á meðgöngu.

Brjóstagjöf:  Takmörkuð reynsla er af notkun amorolfins við brjóstagjöf. Ekki er vitað hvort amorolfin skilst út í brjóstamjólk. Ekki er búist við neinum áhrifum á brjósmylkinginn, vegna þess að altæk útsetning fyrir amorolfini hjá móðurinni er hverfandi. Til varúðar skal þó ekki nota Amorolfin Alvogen meðan á brjóstagjöf stendur nema það sé nauðsynlegt.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Geymið við lægri hita en 30°C. Geymið varið gegn hita. Geymið glasið vel lokað og í uppréttri stöðu.