Alvofen Express

ÍBÚPRÓFEN 400 MG

Fæst án lyfseðils í næsta apóteki

Við verkjum, bólgu og hita

  • Inniheldur íbúprófen
  • Mjúk hylki til inntöku
  • Verkar hraðar en íbúprófen töflur

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Fylgiseðill

ALV.L.A.2020.0010.01

ÚTDRÁTTUR ÚR FYLGISEÐLI

Alvofen Express 400 mg mjúk hylki. 50 stk. í pakka

Ábendingar: Alvofen Express er ætlað til notkunar hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Alvofen Express er notað við: Höfuðverkjum og mígreni. Tann- og taugaverk.  Tíðaþrautum. -Gigtar-, vöðva og bakverk. Hita og einkennum kvefs og flensu.

Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir, aldraðir og börn eldri en 12 ára: Nota skal minnsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til að ná stjórn á einkennum. Sjúklingurinn skal leita til læknis ef einkennin eru viðvarandi eða versna, eða ef nota þarf lyfið í meira en 10 daga. Unglingar (≥ 12 ára): Ef nauðsynlegt er að nota lyfið lengur en í 3 daga eða ef einkennin versna skal ráðfæra sig við lækni. Taka skal 1 hylki með vatni, allt að þrisvar sinnum á dag eftir þörfum. Láta skal líða a.m.k. 4 klst. á milli skammta. Ekki má taka meira en 3 hylki á sólarhring.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna eða asetýlsalisýlsýru og öðrum verkjalyfjum. Ef þú ert með (eða hefur fengið tvö eða fleiri tilvik um) sár, rof eða blæðingu í maga. Ef astmi hefur versnað, útbrot komið fram á húð, nefrennsli ásamt kláða eða þrota í andliti við fyrri notkun íbúprófens, asetýlsalisýlsýru eða svipaðra lyfja. Ef þú hefur áður fengið blæðingu eða rof í meltingarveg við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja. Ef um er að ræða alvarleg lifrar- eða nýrnavandamál. Ef um er að ræða hjartavandamál. Ef um er að ræða öndunarerfiðleika. Ef þú ert á síðustu þremur mánuðum meðgöngu. Ef þú þjáist af verulegri ofþornun (vegna uppkasta, niðurgangs eða ófullnægjandi vökvainntöku). Ef þú ert með virka blæðingu (þ.m.t. heilablæðing). Ef þú ert með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem veldur óeðlilegri myndun blóðfrumna. Ef þú ert 12 ára eða yngri.

Sérstök varnaðarorð: Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Alvofen Express er notað. Ef þú ert með eða hefur haft astma.  Ef um er að ræða nýrna-, lifrar- eða þarmavandamál. Ef um er að ræða hátt kólesteról eða saga um hjartaáfall eða heilablóðfall. Ef um er að ræða storkukvilla. Ef um er að ræða sögu um sjúkdóm í meltingarfærum (svo sem sáraristilbólgu, Crohns sjúkdóm). Ef um er að ræða rauða úlfa (ofnæmissjúkdóm sem veldur liðverkjum, breytingum í húð og öðrum líffærakvillum). 

Ef þú reykir. Ef þú ert á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu. Ef um er að ræða arfgengt frúktósaóþol, lyfið inniheldur sorbitól. Ef um er að ræða alvarleg viðbrögð í húð, þ.m.t. flagningshúðbólga, Stevens-Johnson heilkenni eða eitrunardrep í húðþekju. Hætta skal notkun íbúprófens um leið og útbrot í húð, sár í slímhúð eða önnur ofnæmiseinkenni koma fram. Það er hætta á skertri nýrnastarfsemi hjá unglingum með vökvaskort.  Bólgueyðandi-/verkalyf eins og íbúprófen getur tengst lítillega aukinni áhættu á hjartaáfalli eða heilablóðfalli, einkum ef það er notað í stórum skömmtum. Ekki fara yfir ráðlagðan skammt eða meðferðarlengd. Þú átt að ræða meðferðina við lækni eða lyfjafræðing áður en þú hefur töku á Alvofen Express ef þú: Ert með hjartakvilla, þar á meðal hjartabilun, hjartaöng (brjóstverkir), eða ef þú hefur fengið hjartaáfall, farið í hjáveituaðgerð, ert með sjúkdóm í útlægum slagæðum (léleg blóðrás í fótleggjum vegna þröngra eða stíflaðra slagæða), eða hefur fengið einhvers konar heilablóðfall (þar á meðal „minniháttar heilablóðfall“ eða skammvinnt blóðþurrðarkast). Ert með háan blóðþrýsting, sykursýki, hátt kólesteról, fjölskyldusaga er um hjartasjúkdóma eða heilablóðföll eða ef þú ert reykingamaður.

Meðganga: Forðast skal notkun íbúprófens ef unnt er fyrstu 6 mánuði meðgöngu. Ekki má nota íbúprófen á 3. þriðjungi meðgöngu.

Brjóstagjöf: Í takmörkuðum rannsóknum kemur íbúprófen fram í mjög lágri þéttni í brjóstamjólk og aukaverkanir á brjóstmylking því ólíklegar.

Frjósemi: Nokkrar vísbendingar eru um að lyf sem hamla nýmyndun cýklóoxýgenasa/prostaglandíns geti skert frjósemi hjá konum með áhrifum á egglos. Þetta gengur til baka þegar meðferð er hætt. Markaðsleyfishafi: Alvogen IPCo S.à.r.l.,5 Rue Heienhaff, L-1736, Senningerberg, Lúxemborg. Dagsetning endurskoðunar textans: 6 nóvember 2015.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.