Immex

Lóperamíð 2 mg

Nýtt og bætt útlit, sama lyf

  • Handhægt í ferðalagið
  • Virkar hratt
  • Eykur upptöku á vatni og söltum
  • Litlar töflur og umbúðir
  • Inniheldur Lóperamíð

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

Fylgiseðill

IMM.L.A.2020.0002.01

Útdráttur úr fylgiseðli

Immex 2 mg töflur, 20 stk. í pakka. Virkt efni: Lóperamíðhýdróklóríð. Ábendingar: Immex er notað við skyndilegum niðurgangi. Immex kemur þarmahreyfingum í eðlilegt horf, vinnur gegn vökvatapi og eykur getuna til þess að halda hægðum. Skammtar og lyfjagjöf: Töflurnar á að gleypa heilar með hálfu glasi af vatni. Venjulegur skammtur við bráðum niðurgangi: Hefja skal meðferðina með 2 töflum. Ef niðurgangurinn hefur ekki stöðvast innan 2-3 klst. skal taka 1 töflu eftir hverja losun þunnra hægða. Ekki má taka meira en 8 töflur á sólarhring. Ekki á að nota Immex lengur en í 2 sólarhringa í einu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Ekki taka Immex, án samráðs við lækni, ef blóð er í hægðum eða ef þú ert með háan hita (bráða iðrakreppu). Ef þú ert með ristilbólgu (sáraristilbólgu eða sýndarhimnuristilbólgu af völdum sýklalyfja). 

Ef hraði fæðu eftir meltingarveginum er hægur, t.d. ef þú ert með hægðatregðu eða þaninn kvið. Immex má ekki gefa börnum yngri en 12 ára. Meðganga og brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en Immex er notað á meðgöngu eða ef þú ert með  barn á brjósti. Algengar aukaverkanir: Hægðatregða, kviðverkir og ógleði, vindgangur, munnþurrkur, höfuðverkur og svimi. Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf., Sæmundargötu 15-19, 101 Reykjavík, Ísland. Dagsetning endurskoðunar textans: 9. Janúar 2017. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.