Wortie Liquid inniheldur einfalda og áhrifaríka lausn til að fjarlægja vörtur og fótvörtur, auk 18 vatnsheldra plástra sem auka virkni vökvans, koma í veg fyrir smit og vernda svæðið ef það er viðkvæmt.
Pensillinn er mjög nákvæmur og er því auðvelt að meðhöndla litlar vörtur án þess að skaða heilbrigða húð kringum vörtuna. Hentar börnum með viðkvæma húð.
Þessi einstaka samsetning af tveimur sýrum gerir það að verkum að erting vegna meðferðarinnar er minni án þess þó að hafa áhrif á árangur meðferðarinnar. Glycolic sýran fjarlægir efstu lögin af vörtunni og gerir það að verkum að hægt er að nota minni styrk af TCAA. TCAA veldur djúpri flögnun. Alcohol denat hefur þau áhrif að lausnin þornar á nokkrum sekúndum og fer því fljótt inn í sýkta húðina og lekur ekki á heilbrigða húð.