Ultra Early Þungunarpróf

SureSign Ultra Early er snemmtækt þungunarpróf sem mögulegt er að taka allt að 5 dögum fyrir væntanlegar blæðingar.  

Nákvæmar niðurstöður: 99% nákvæmni ef prófið er notað frá og með þeim degi sem áætlaðar blæðingar hafa fallið niður.

 • 2 þungunarpróf í pakka
 • Einfalt í notkun og aflestri
 • Niðurstöður fást á um 3 mínútum

Þungunarpróf sem mælir styrk þungunarhormóns (hCG) í þvagi. Hægt er að taka prófið á öllum tímum sólarhrings en morgunþvagið gefur oft skýrasta niðurstöðu.

Íslenskar leiðbeiningar fylgja.

Notkunarleiðbeiningar
 1. Fjarlægið þungunarpróf úr umbúðunum. Haldið í endann á prófinu og fjarlægið lokið. Gætið þess að henda ekki lokinu.
 2. a) Pissið í hreint þvagprufuglas, haldið síðan prófinu uppréttu og dýfið prófendanum í þvagið í að minnsta kosti 10 sekúndur.
  b) Haldið prófinu með þumla gripi þannig að prófendinn snúi beint í þvagbununa í að minnsta kosti 2-3 sekúndur.
 3. Eftir að prófendinn hefur verið fjarlægður úr þvagi skal samstundis setja á hann lok aftur. Leggið prófið á láréttan flöt þannig að prófglugginn snúi upp og þá má byrja að taka tímann.
  Athugið: Þegar prófið byrjar að virka byrjar að móta fyrir rauð-fjólublárri línu í Control (C) dálknum. Það staðfestir að prófið hafi verið notað á réttan hátt.
 4. Jákvæð niðurstaða getur verið sýnileg eftir 1 mínútu en það fer eftir magni af hCG en þó skal bíða í 3 mínútur til að sjá hvort lína birtist í Test (T) dálknum. Lesa skal niðurstöður prófsins innan 15 mínútna. Eftir þann tíma eru niðurstöður prófsins ógildar.
Niðurstöður

Jákvætt 
Tvær litaðar línur birtast. Ein lína birtist í Control (C) dálknum og önnur í Test (T) dálknum. Athugið: Önnur línan getur verið ljósari en hin og þær þurfa ekki að vera eins á litin. 

Neikvætt 
Ein lituð lína birtist í Control (C) dálknum, engin lína kemur í Test (T) dálknum.

Ógilt 
Ef engin lína birtist í Control (C) dálknum innan 5 mínútna hefur prófið ekki verið framkvæmt á réttan hátt. Lituð lína getur þrátt fyrir það birst í Test (T) dálknum en niðurstaðan er engu að síður ógild. Helstu ástæður eru ófullnægjandi magn þvagsýnis eða röng notkun. Ef niðurstöður eru ógildar er ráðlagt að fara yfir notkunaraðferðina og reyna aftur með nýjum strimli.