SureSign Ultra Early er snemmtækt þungunarpróf sem mögulegt er að taka allt að 5 dögum fyrir væntanlegar blæðingar.
Nákvæmar niðurstöður: 99% nákvæmni ef prófið er notað frá og með þeim degi sem áætlaðar blæðingar hafa fallið niður.
Þungunarpróf sem mælir styrk þungunarhormóns (hCG) í þvagi. Hægt er að taka prófið á öllum tímum sólarhrings en morgunþvagið gefur oft skýrasta niðurstöðu.
Íslenskar leiðbeiningar fylgja.
Jákvætt
Tvær litaðar línur birtast. Ein lína birtist í Control (C) dálknum og önnur í Test (T) dálknum. Athugið: Önnur línan getur verið ljósari en hin og þær þurfa ekki að vera eins á litin.
Neikvætt
Ein lituð lína birtist í Control (C) dálknum, engin lína kemur í Test (T) dálknum.
Ógilt
Ef engin lína birtist í Control (C) dálknum innan 5 mínútna hefur prófið ekki verið framkvæmt á réttan hátt. Lituð lína getur þrátt fyrir það birst í Test (T) dálknum en niðurstaðan er engu að síður ógild. Helstu ástæður eru ófullnægjandi magn þvagsýnis eða röng notkun. Ef niðurstöður eru ógildar er ráðlagt að fara yfir notkunaraðferðina og reyna aftur með nýjum strimli.