SureSign Þungunarpróf

ALMENNT

SureSign þungunarprófin mæla styrk þungunarhormónsins (e. human chorionic gonadotropin, hCG) í þvagi og þar með hvort þungun hafi átt sér stað með 99% nákvæmni.

Hentugt próf þar sem hægt er að taka prófið á öllum tímum sólarhrings en morgunþvagið gefur oft skýrasta niðurstöðu. 

Hægt er að nota prófin allt að 4 dögum fyrir áætlaðar tíðablæðingar. 
Prófin eru þó nákvæmari ef þau eru notuð frá og með fyrsta degi eftir að væntanlegar blæðingar hafa fallið niður.

 • Einföld í notkun og aflestri
 • Niðurstöður fást á um 3 mínútum
 • Íslenskar leiðbeiningar fylgja

Mikilvægt er að lesa í niðurstöður innan 15 mínútna, eftir þann tíma eru þær ómarktækar.

SureSign þungunarprófin eru fáanleg sem stautar og strimlar.


SureSign strimlar

Strimlar eru ódýr kostur til að kanna hvort þungun hafi átt sér stað.

Hlutir sem eru ekki í pakkningunni en þarf að hafa til taks: klukka, þvagprufuglas, einnota hanskar (val).

Notkunarleiðbeiningar
 1. Látið þungunarprófið og þvagsýnið ná stofuhita áður en umbúðir þungunarprófsins eru opnaðar.
 2. Haldið um bláa endann á strimlinum og dýfið honum í þvagsýnið í um 5 sek.
 3. Leggið strimilinn á flatt yfirborð í lárétta stöðu og bíðið þar til rauðu línurnar birtast. Gætið þess að þvag fari ekki yfir MAX línuna. Byrjið að taka tímann.
 4. Lesið niðurstöðurnar að 5 mínútum liðnum. Mikilvægt er að lesa í niðurstöður innan 15 mínútna, eftir þann tíma eru þær ómarktækar.

Jákvætt - gefur þungun til kynna
Tvær litaðar línur birtast. Ein lína birtist í Control (C) dálknum og önnur í Test (T) dálknum. Athugið: Önnur línan getur verið ljósari en hin og þær þurfa ekki að vera eins á litin.

Neikvætt - þungun hefur ekki átt sér stað
Ein lituð lína birtist í Control (C) dálknum, engin lína kemur í Test (T) dálknum.

Ógilt - farið yfir notkunaraðferðina og reynið aftur með nýjum strimli
Niðurstaðan er ógild ef engin lína birtist á Control (C) dálknum. Lituð lína getur birst í Test (T) dálknum. Helstu ástæður eru ófullnægjandi magn þvagsýnis eða röng notkun.


SureSign stautar

Notkunarleiðbeiningar
 1. Takið þungunarprófið úr umbúðunum. Haldið um handfang prófsins og takið lokið af en ekki henda lokinu.
 2. a) ÁKJÓSANLEG NOTKUN: Notið hreint þvagprufuglas og safnið þvagsýni. Haldið í handfangið á þungunarprófinu og dýfið í þvagsýnið í 10 sekúndur.
  b) VALNOTKUN: Haldið um handfang þungunarprófsins og beinið oddi þungunarprófsins niður á við í þvagbununa og haldið í 3 sekúndur.
 3. Setjið lokið á þungunarprófið og leggið það á flatt yfirborð í lárétta stöðu þannig að niðurstöðuglugginn snúi upp. Takið tímann.
 4. Jákvæm niðurstaða getur myndast á 1 mínútu eftir að prófsendanum hefur verið dýft í þvagsýni en það fer eftir magni af hCG. Látið samt sem áður 3 mínútur líða áður en þið skoðið hvort lína hefur myndast í Test (T) dálknum. Mikilvægt er að lesa í niðurstöður innan 15 mínútna, eftir þann tíma eru þær ómarktækar.

Jákvætt - gefur til kynna þungun
Tvær litaðar línur birtast. Ein lína birtist í Control (C) dálknum og önnur í Test (T) dálknum. Athugið: Önnur línan getur verið ljósari en hin og þær þurfa ekki að vera eins á litin.

Neikvætt - þungun hefur ekki átt sér stað
Ein lituð lína birtist í Control (C) dálknum, engin lína kemur í Test (T) dálknum.

Ógilt - farið yfir notkunaraðferðina og reynið aftur með nýjum strimli
Niðurstaðan er ógild ef engin lína birtist á Control (C) dálknum. Lituð lína getur birst í Test (T) dálknum. Helstu ástæður eru ófullnægjandi magn þvagsýnis eða röng notkun.

Vörunúmer og pakkningagerðir
 • 19000050 - SureSign þungunarpróf 2 strimlar
 • 19000052 - SureSign þungunarpróf 1 stautur 
 • 19000051 - SureSign þungunarpróf 2 stautar