SureSign þungunarprófin mæla styrk þungunarhormónsins (e. human chorionic gonadotropin, hCG) í þvagi og þar með hvort þungun hafi átt sér stað með 99% nákvæmni.
Hentugt próf þar sem hægt er að taka prófið á öllum tímum sólarhrings en morgunþvagið gefur oft skýrasta niðurstöðu.
Hægt er að nota prófin allt að 4 dögum fyrir áætlaðar tíðablæðingar.
Prófin eru þó nákvæmari ef þau eru notuð frá og með fyrsta degi eftir að væntanlegar blæðingar hafa fallið niður.
Mikilvægt er að lesa í niðurstöður innan 15 mínútna, eftir þann tíma eru þær ómarktækar.
SureSign þungunarprófin eru fáanleg sem stautar og strimlar.
Strimlar eru ódýr kostur til að kanna hvort þungun hafi átt sér stað.
Hlutir sem eru ekki í pakkningunni en þarf að hafa til taks: klukka, þvagprufuglas, einnota hanskar (val).
Jákvætt - gefur þungun til kynna
Tvær litaðar línur birtast. Ein lína birtist í Control (C) dálknum og önnur í Test (T) dálknum. Athugið: Önnur línan getur verið ljósari en hin og þær þurfa ekki að vera eins á litin.
Neikvætt - þungun hefur ekki átt sér stað
Ein lituð lína birtist í Control (C) dálknum, engin lína kemur í Test (T) dálknum.
Ógilt - farið yfir notkunaraðferðina og reynið aftur með nýjum strimli
Niðurstaðan er ógild ef engin lína birtist á Control (C) dálknum. Lituð lína getur birst í Test (T) dálknum. Helstu ástæður eru ófullnægjandi magn þvagsýnis eða röng notkun.
Jákvætt - gefur til kynna þungun
Tvær litaðar línur birtast. Ein lína birtist í Control (C) dálknum og önnur í Test (T) dálknum. Athugið: Önnur línan getur verið ljósari en hin og þær þurfa ekki að vera eins á litin.
Neikvætt - þungun hefur ekki átt sér stað
Ein lituð lína birtist í Control (C) dálknum, engin lína kemur í Test (T) dálknum.
Ógilt - farið yfir notkunaraðferðina og reynið aftur með nýjum strimli
Niðurstaðan er ógild ef engin lína birtist á Control (C) dálknum. Lituð lína getur birst í Test (T) dálknum. Helstu ástæður eru ófullnægjandi magn þvagsýnis eða röng notkun.