SureSign Digital hitamælir

Einfaldur stafrænn hitamælir með sveigjanlegan enda sem má nota í munn, handakrika eða endaþarm eftir hentugleika.

Mælirinn er vatnsheldur þannig hægt er að þrífa hann með sápu og volgu vatni eða með klút vættum í 70% alkóhóllausn.

Gefur frá sér hljóð sem gefur til kynna að hann hefur náð að lesa hitastig.

Íslenskar leiðbeiningar fylgja.

Leiðbeiningar: Þrýstið á ON/OFF takkann til að kveikja. Skjárinn mun sýna allar táknmyndirnar í um 2 sekúndur og þar á eftir seinustu mælingu í 2 sekúndur. Svo birtir skjárinn 37°C, Lo og loks blikkar °C á skjánum - mælirinn er tilbúinn til notkunar. Tíminn sem það tekur að ná mælingu er breytilegur eftir stað sem kosið er að nota, sjá fyrir neðan. 

  • Í endaþarm: haldið mælinum í endaþarmi í 30-50 sekúndur.
  • Í munn: haldið mælinum í munni í 30-50 sekúndur.
  • Undir hendi: haldið mælinum í handakrika í um 90 sekúndur.

Þegar mælirinn hefur lokið mælingu heyrast tvö bíp hljóð og °C hættir að blikka. Ef mælirinn nemur hitastig yfir 37,8°C gefur hann frá sér píp hljóð í 10 sekúndur.