SureSign Egglosunarpróf

SureSign egglosunarprófið er einfalt og fljótlegt próf sem greinir styrk gulbúshormónsins (e. luteinizing hormone, LH) í þvagi með 99% nákvæmni.

Prófið skal nota á sama tíma hvern dag og nota miðbunuþvag. Niðurstöður fást innan 10 mínútna. 

Ef prófið reynist jákvætt gefur það til kynna að egglos verði líklegast innan 30 klukkustunda.

Innihald pakkningar
  • 5 próf í pakkningu
  • Íslenskar og enskar leiðbeiningar
Hvenær á að hefja notkun?

Það fer eftir lengd tíðarhrings hvenær hefja skal notkun prófsins. Mælið lengd tíðahringsins með því að telja dagana frá fyrsta degi blæðinga og fram til þess dags áður en næstu blæðingar eiga að hefjast. Notið töfluna hér fyrir neðan til að ákvarða hvenær skal hefja notkun á egglosunarprófinu miðað við lengd tíðahringsins. 

Pakkningin inniheldur 5 egglosunarpróf þannig að hægt sé að fylgjast með frjósemistímabilinu. 


Ef þú veist ekki lengd tíðahringsins er ráðlegt að byrja á stystu mögulegu lengd tíðahrings samkvæmt töflunni, þ.e. 21 degi. Ef þessi aðferð er notuð gæti þurft að mæla oftar en í 5 daga.

Fræðsla

Egglosunarprófið er ónæmismælinga (e. immunoassay) próf til eigindlegrar greiningar á LH í þvagi. Fyrir egglos myndar líkaminn mikið magn af LH sem gerir það að verkum að egg losnar af eggjastokk. Þetta er kallað LH losun og á sér stað um miðjan tíðahring. Það er á þessum tíma sem konur eru sem frjósamastar og mestar líkur eru á þungun.  

Egglos á sér stað þegar egg losnar í eggjastokk. Eggið fer síðan í gegnum eggjaleiðarann þar sem eggið verður tilbúið til frjóvgunar. Til þess að þungun geti átt sér stað verður eggið að vera frjóvgað af sæði innan 24 klukkustunda frá losun. 

Það er ekki í hverjum tíðahring sem LH losun og egglos eiga sér stað.