SURESIGN alcohol screening test

Fljótvirkur áfengismælir sem nemur áfengi í útöndun.

Í pakkanum eru tvö próf.

Íslenskar leiðbeiningar fylgja prófinu.

  • Sýnir afstætt magn alkóhóls í blóði með viðmiðið 0,05%.
  • Litabreytingin verður sterkari eftir því sem meira magn alkóhóls er til staðar í útöndun.
  • Niðurstöður fást eftir um 2 mínútur. 
Notkunarleiðbeiningar

Bíðið í um 15 mínútur eftir að neyslu áfengis hefur verið hætt áður en prófið er tekið. Leyfið prófinu að ná herbergishita.

1. Fjarlægið prófið úr innsigluðum umbúðum. Varist að snerta munnstykkið.

2. Kreistið mælinn þétt til að brjóta innra glerið sem inniheldur gula kristalla. Brjótið hvorki né beygið mælinn sjálfan.

3. Haldið mælinum láréttum. Dragið djúpt inn andann og blásið fast í munnstykkið á mælinum í samfelldum blæstri í 12 sekúndur. Hristið þá mælinn örlítið til að dreifa jafnt yfir prófgluggann. 

4. Lesið niðurstöðurnar eftir 2 mínútur með því að skilgreina lit kristalla og ákvarða hlutfallslegt magn alkóhóls í blóði. Niðurstöður eru aðeins gildar í 5 mínútur, eftir það eru þær ómarktækar.

Niðurstöður túlkaðar

NEIKVÆTT: Meirihluti kristallanna í prófglugganum eru gulir eða ljósgulir.  Það gefur til kynna að hlutfallslegur styrkur alkóhóls sé undir viðmiðunarmarki mælisins. 

JÁKVÆTT: Meirihluti kristallanna í prófglugganum eru grænir og/eða bláir í prófglugganum. Það gefur til kynna að hlutfallslegur styrkur alkóhóls er yfir viðmiði.

ÓGILT: Meirihluti af kristallanna eru ljós gulir en smá grænn og/eða blár litur birtist í prófglugganum. Endurtakið prófið með nýjum mæli - passið að anda kröftuglega frá ykkur í munnstykkið. 

ATHUGIÐ: UM SKIMUNARPRÓF ER AÐ RÆÐA, NIÐURSTÖÐUR ERU ÞVÍ EINGÖNGU RÁÐGEFANDI.