Vagimoist ratiopharm skeiðarstílar

Vagimoist ratiopharm stílar hjálpa til við að viðhalda náttúrulega sýrustigi í leggöngum og stuðla að eðlilegri bakteríuflóru legganga.

Má nota bæði til meðhöndlunar og sem fyrirbyggjandi meðferð gegn þurrki í leggöngum, í tengslum við sýkingar og til að lina ertingu, sviða og kláða í leggöngum.

  • Inniheldur ekki parabena, hormón eða ilmefni.

Þurrkur í leggöngum getur verið af ýmsum ástæðum. Algeng ástæða er breytingarskeið kvenna, en einnig getur þurrkurinn t.d. stafað af lyfjanorkun, legnámi, húðsjúkdómi, sveppasýkingu, þungun eða brjóstagjöf, þreytu og streitu eða mikilli notkun innleggja, binda og tíðatappa.

Helstu vandamál við þurra slímhúð er að erting og kláði er í húðinni og hún er strekkt og getur auðveldlega sprungið ásamt því að aum tilfinning er í húðinni. Þurrkurinn getur valdið sársauka og óþægindum við samfarir.

Virk innihaldsefni
  • Hýalúronsýra: rakagefandi og smyrjandi áhrif
  • Mjólkursýra: leiðréttir og bætir gerlaflóru
  • Polycarbophil: leiðréttir sýrustig

Notkunarleiðbeiningar

Koma skal skeiðarstíl fyrir djúpt í leggönum, einu sinni á dag í 5-7 daga í senn.

Stílana má ekki nota á meðan tíðablæðingum stendur.