Vagibalance ratiopharm skeiðartöflur

Vagibalance ratiopharm skeiðartöflurnar innihalda náttúrulegar Lactobacillus acidophilus bakteríur og mjólkursýru sem hjálpa til við að endurheimta og viðhalda eðlilegri bakteríuflóru og sýrustigi í leggöngum. 

  • Innihalda ekki parabena, hormón eða ilmefni.
Gerlajafnvægi í leggöngum

Gerlajafnvægi í leggöngum og þvagrás getur raskast af ýmsum ástæðum. Algengar ástæður eru tíðablæðingar, meðganga, tíðahvörf, meðferð með sýklalyfjum og samfarir. Of mikið hreinlæti ásamt notkun tíðatappa og binda getur jafnvel valdið röskun á þessu jafnvægi. Algengustu einkenni röskunar á gerlajafnvægi, þ.e. gerla í leggöngum, eru sviði, kláði og aukin hvít útferð.

Mikilvægt er að viðhalda náttúrulegu sýrustigi í leggöngunum, sem eru örlítið súrar aðstæður. Ef aðstæður eru ekki eins súrar og þær eiga að vera getur vöxtur skaðlegra baktería aukist og leitt til bakteríusýkinga í leggöngum.

Notkunarleiðbeiningar

Skeiðartöflunni er stungið djúpt í leggöng að kvöldi áður en farið er að sofa.

Ráðlagður skammtur er ein skeiðartafla að kvöldi í 7 daga.