Multi-Gyn Kompressur

Multi-Gyn Kompressur meðhöndla og fyrirbyggja óþægindi á kynfæra- og klofsvæði s.s. ertingu, útbrot, of strekkta húð, minniháttar sár, sprungur og gyllinæð. Varan inniheldur eingöngu náttúruleg innihaldsefni. Þess vegna eru kompressurnar sérstaklega hentugar til að draga úr óþægindum á meðgöngu og strax eftir fæðingu til að flýta fyrir gróanda.

  • Hafa bein róandi áhrif á óþægindi á ytra klofsvæði
  • Tilvalið til notkunar á meðgöngu og eftir fæðingu
  • Draga úr bólgum og koma í veg fyrir sýkingar
  • Styðja við náttúrulegan gróanda húðarinnar

Multi-Gyn Kompressur stuðla að kjörumhverfi fyrir eðlilega og náttúrulega bakteríuflóru, gelið meðhöndlar einnig vefinn á kynfæra- og klofsvæði. Inniheldur 2QR efnasamband unnið úr Aloe Barbadensis plöntunni. Án allra aukaefna.

Pakkinn inniheldur 12 kompressur, hver gegndreypt með 1,8g af lífvirku geli.

Sjá nánar