Locobase - Fyrir viðkvæma, þurra og skaddaða húð

Locobase Repair  er verndandi húðvörn fyrir mjög þurra og skaddaða húð. Nærir húðina með fituefnum sem líkjast náttúrulegri fitu húðarinnar, Gefur raka í 24 tíma. Hentar viðkvæmri húð og sem viðbót við meðferð við excemi og útbrotum. 
Inniheldur 63% fitur. Engin ilm- eða litarefni. Locobase Repair er sérstaklega þróað fyrir mjög þurra húð og exem. Locobase Repair hraðar eigin viðgerðarferli húðarinnar. Er einnig sérstaklega gott kuldakrem. Locobase Repair er notað 1-2svar á dag eða eftir þörfum.

Locobase Fedt creme Verndandi krem fyrir mjög þurra húð. Viðheldur réttu rakastigi húðarinnar og gerir hana mjúka og teygjanlega. Hentar viðkvæmri húð, sem viðbót samhliða exem meðferð og til að fyrirbyggja þurrk og ertingu á útsettum svæðum, s.s. af völdum bleytu og hreinsiefna (t.d. á höndum).
Inniheldur 70% fitu. Engin ilm- eða litarefni. Locobase Fedtcreme er feitt krem sem hentar allri fjölskyldunni og það má nota á allan líkamann, einnig hendur, fætur og andlit. Locobase er mjög gott að nota á þurra húð, exem eða fyrir þá sem vinna störf þar sem mikið áreiti er á húðina eins og í bleytu, hreinsiefnum og kulda. Locobase Fedtcreme er borið á húðina eftir þörfum.

Locobase LPL Fyrir þykka, hreistraða og harða húð. Hyrnisleysandi krem fyrir hreistraða og harða húð. Með própýlenglýkól og mjólkursýru sem fjarlægir þykka, harða og hreistraða húð. Sjáanlegur árangur eftir eina viku, frekari árangur ætti að sjást á fjórum vikum. Mikilvægt: Ekki ráðlagt til notkunar á exemútbrot. 
Inniheldur 49% fitur, 20% própýlenglýkól og 5% mjólkursýru. Engin ilm- eða litarefni. Locobase LPL leysir upp og fjarlægir þykkt, hart hreisturlag og er sérstaklega þróað til að nota á þykka, hreistraða og harða húð. Locobase LPL á aðeins að bera á þau svæði sem þarfnast meðferðar, ekki á heilbrigða húð. Locobase LPL má ekki nota á andlit, eyrnagöng eða í sól nema húð sé varin með sólarvörn með háum verndarstuðli. Locobase LPL er borið á harða húð 1-2svar á dag, þar til hreistrið eða harða húðin er horfin. Eftir það skal nota Locobase LPL eftir þörfum.

Locobase Everyday Special Shower Oil var sérstaklega þróað fyrir einstaklinga með þurra og viðkvæma húð. Sturtuolían er einungis ætluð á líkamann og inniheldur hátt fituinnihald sem veitir langvarandi raka og mýkt. Einnig hreinsar og styrkir olían húðina ásamt því að róa hana og slá á kláða og óþægindi vegna þurrks.

Locobase Everyday Special Body Lotion var einnig þróað sérstaklega fyrir einstaklinga með þurra og viðkvæma húð. Kremið inniheldur einstaka formúlu sem veitir langvarandi raka og mýkt. Eins og sturtuolían slær kremið á kláða og óþægindi í tengslum við þurrk. Kremið frásogast hratt inn í húðina og klístrast ekki.