Flux - Tannheilsa

Flux  - fyrir alla fjölskylduna!

Hreinar og heilar tennur bæta almenna líðan en skemmdum tönnum og bólgnu tannholdi getur fylgt vanlíðan. Eigin tennur alla ævi eru eftirsóknarverð lífsgæði og það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst.

Flúor dregur úr virkni tannátu og græðir byrjandi tannátusár. Flúor virkar aðallega staðbundið með því að hemja úrkölkun og flýta endurkölkun glerungs og steinungs.

Flux vörulínan samanstendur af sex vörum sem allar innihalda flúor og eru til varnar tannskemmtum.

Flux Pro Klorhexidin flúormunnskol -  250 ml.

Klórhexidín er bakteríudrepandi munnskol með hátt flúorinnihald sem styrkir glerunginn og er fyrirbyggjandi gegn tannskemmdum.
Flux Klorhexidín er með fersku mintubragði og inniheldur ekki alkóhól, þess vegna er munnskolið gott á viðkvæmt tannhold.

Virk innihaldsefni:  klórhexidín (0,12%) og flúor (0,2% NaF) 
Bragð:  Coolmint
Mælt með fyrir:  Fullorðnir og börn eldri en 12 ára
Stærð:  250 ml

Notkun: Þegar flaskan er kreist fæst 10 ml skammtur. Skolið munninn með 10 ml af Flux Klorhexidin munnskoli í að minnsta kosti eina mínútu eftir að hafa burstað tennurnar vandlega og spýtið svo. 
Við langtímanotkun getur komið fram brún litaskán á tönnum og yfirborði tungu. Þessi litaskán er ekki varanleg og hægt er að hreinsa hana burt með tannhreinsun hjá tannlækni/tannfræðingi.

Flux 0,2% flúorlausn munnskol - 500ml. (Orginal Cool Mint)

Flux Orginal Cool Mint er flúormunnskol sem styrkir yfirborð tannanna. Regluleg notkun Flux kemur í veg fyrir tannskemmdir. Best er að skola munninn með 10 ml 1-2svar á dag sem viðbót við tannburstun með flúortannkremi. Munnskolið inniheldur ekki alkóhól. Varan ber meðmælatákn frá sænska tannlæknafélaginu, Flux hefur verið þróað í Svíþjóð í nánu samstarfi við tannlækna.

Flúorinnihald: 0,2% NaF
Bragð: Coolmint
Mælt með fyrir: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára
Stærð: 90 ml, 500 ml, 1000 ml

Notkun: Mælt er með að nota 10ml  1-2svar á dag á dag  í 1 mínútu.

Flux 0,2% Flúorlausn munnskol - 500ml. (Fresh Mint)

Flux Fresh Mint munnskol gefur góðan andardrátt vegna samsetningar á sinklaktati og litlum skammti af klórheídíni sem hlutleysir efni sem valda vondri lykt. Flux Fresh Mint styrkir einnig yfirborð tannanna og kemur í veg fyrir tannskemmdir. Munnskolið er án alkóhóls og literefna.

Virk innihaldsefni:  sinklaktat, klórhexidín og 0,2% NaF
Bragð:  Ferskt bragð af myntu 
Mælt með fyrir:  Fullorðnir og börn eldri en 12 ára
Stærð:  500 ml

Notkun: Mælt er með að nota 10ml  1-2svar á dag á dag  í 1 mínútu.

Flux Junior Flúorlausn Munnskol - 500ml (ávaxtamynta, jarðaber og hindber)

Flux Junior er flúarlausn sem styrkir yfirborð tannanna. Regluleg notkun Flux kemur í veg fyrir tannskemmdir. Mælt er með að nota munnskolið 1-2svar á dag sem viðbót við tannburstun með flúortannkremi.
Flux Junior munnskolið er án alkóhóls og litarefna. Varan ber meðmælatákn frá sænska tannlæknafélaginu, Flux hefur verið þróað í Svíþjóð í nánu samstarfi við tannlækna.

Flúorinnihald:  0,05% NaF
Bragð:  Ávaxtamynta, jarðarber og hindber 
Mælt með fyrir:  Börn 6-12 ára 
Stærð:  500 ml

Notkun: Mælt er með að nota 10ml  1-2svar á dag á dag í 1 mínútu.

Flux Drops - 30stk.

Flux drops eru frískandi sykurlaust munnsogstöflur sem endast lengi í munni. Inniheldur vínsýru sem örvar munnvatnsframleiðslu. Taflan inniheldur einnig flúor. Taka skal töfluna þegar þörf er á en að hámarki 10 töflur á dag. Óhófleg neysla getur haft hægðalosandi áhrif. 

Virk innihaldsefni:  vínsýra og flúor (0,05 mg F)
Bragðefni:
  Rabarbari/jarðarber, krækiber  og Liquerice/Honey
Stærð:  30 töflur / kassi

Flux Dry Mouth Rinse - 500 ml

Flux Dry Mouth Rinse er munnskol sem örvar munnvatnsframleiðslu þegar þú finnur fyrir þurrk í munni. Munnskolið gefur raka og smyr slímhúðina og getur komið í veg fyrir tannskemmdir þar sem munnskolið inniheldur hátt flúorinnihald. Flux er þróað í Svíþjóð í nánu samstarfi við tannlækna.

Virk innihaldsefni:  optaflow, allantoin, kamille og flúor (0,2% NaF)
Bragð:  
Milt bragð af jarðarberjum og myntu. 
Skammtar: 10 ml 1-2 sinnum á dag ef þörf krefur. Skolið munninn í um það bil 1 mínútu að morgni og kvöldi. Ekki kyngja munnskolinu.
Mælt með fyrir:  
Fullorðnir og börn eldri en 12 ára 
Stærð:  
500 ml

Flux Dry Mouth Gel - 50 ml

Flux Dry Mouth Gel er gel sem örvar munnvatnsframleiðslu þegar þú finnur fyrir þurrk í munni. Það gefur raka og smyr slímhúðina og getur komið í veg fyrir tannskemmdir þar sem gelið inniheldur flúor. Þessa vöru er tilvalið að geyma á náttborðinu og nota ef þú vaknar við munnþurrk t.d á nóttunni. Flux er þróað í Svíþjóð í nánu samstarfi við tannlækna.

Virk innihaldsefni:  optaflow, allantoin, kamille og flúor (1000 ppm F)
Bragð:  Milt bragð af jarðarberjum og myntu.
Skammtar : Settu einn dropa af gelinu, á stærð við baun á tunguna. Dreifðu gelinu með tungunni í munni eða með hreinum fingri 1-2 sinnum á dag.
Mælt með fyrir: 
 Fullorðnir og börn eldri en 12 ára 
Stærð:  50 ml (dugar í um 80 skammta)

Flux Gum bags - Fresh Fruit og Coolmint 

Flux tyggjó er bæði bragðgott og gagnlegt á sama tíma. Tyggjóið er sykurlaust og inniheldur flúor (0,14 mg F /stykki) til að viðhalda steinefnamyndun tanna. Fæst í tveimur góðum bragðtegundum. Vörurnar bera meðmæli sænska tannlæknafélagsins og eru þróaðar í Svíþjóð í nánu samstarfi við tannlækna.

Flúorinnihald:  0,14 mg F / stykki
Bragð:  Coolmint og Fresh Fruit
Mælt með fyrir:  Fullorðnir og börn eldri en 12 ára
Stærð:  Pokarnir  innihalda 45 tyggjó.

Þú getur lesið meira um vörurnar hér:  Sjá nánar