Eubiotic Baby

Meltingargerlar fyrir börn

Eubiotic Baby er hágæðavara sem hjálpar börnum með meltinguna og hefur jákvæð áhrif á gerlaflóru þarmanna. Eubiotic Baby kemur sem duft í skammtapokum og er ætlað börnum allt frá 6 mánaða aldri. Bragðið er hlutlaust og auðvelt er að blanda réttum skammti út í vatn, mjólk eða fæðu.

Algeng orsök ójafnvægis í gerlaflórunni er inntaka sýklalyfja. Einkenni ójafnvægis geta komið fram sem meltingartruflanir en fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á mikilvægi heilbrigðrar gerlaflóru fyrir almenna heilsu.

Eubiotic Baby er framleitt af einum virtasta gerlaframleiðanda í heimi. Það inniheldur aðeins góðgerla (e. probiotics) sem hafa fullrannsakaða og nákvæmlega skilgreinda virkni og eru sérvaldir til að henta börnum.

Eubiotic Baby - Örugg og áhrifarík vara.