Fjölmiðlatorg

Sölufulltrúi sérvöru

Skrifað 9.4.2019 í: Störf í boði

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til starfa á Sölu- og Markaðssviði.

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn, sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki. Alvogen sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og markaðssetningu samheitalyfja, líftæknilyfja og lausasölulyfja og er í hópi stærstu fyrirtækja heims á sínu sviði.

Hjá Alvogen starfar kraftmikið fólk með mikinn metnað til að leiða breytingar á alþjóðlegum lyfjamarkaði og auka lífsgæði fólks um allan heim. Fyrirtækjamenning okkar er drifin áfram af öflugri liðsheild og góðum starfsanda. Á Íslandi starfa sérfræðingar frá 20 þjóðernum hjá systurfyrirtækjunum Alvogen og Alvotech og kynjaskipting starfsmanna er jöfn.

Sölufulltrúi ber ábyrgð á sölu og kynningum á sérvörum ásamt samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila.

Helstu verkefni:

 • Sala, framsetning og kynning á sérvörum Alvogen
 • Eftirfylgni söluherferða
 • Samskipti og tengslamyndun við viðskiptavini og samstarfsaðila
 • Undirbúningur á kynningar- og auglýsingaefni
 • Greining nýrra markaðstækifæra, fylgjast með þróun markaðar
 • Gerð markaðsáætlana og önnur gagnavinnsla

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af sambærilegu starfi og þekking á markaðsmálum
 • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og tengslamyndun
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Gott vald á ensku og íslensku
 • Góð almenn tölvukunnátta

Ef þú hefur spurningar varðandi starfið eða ráðningarferlið sendu þá tölvupóst á gudrun.gunnarsdottir@alvogen.com eða asta.fridriksdottir@alvogen.com.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn þarf að fylgja náms- og starfsferilskrá.
Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Sótt er um starfið hér

Umsóknarfrestur er til og með 26. april 2019

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.