Þróun líftæknilyfja

Hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech er staðsett innan Vísindagarða Háskóla Íslands.

Innan setursins eru þróuð hágæða líftæknilyf sem eru mikilvæg til meðhöndlunar á ýmsum algengum og erfiðum sjúkdómum eins og gigt, öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og krabbameini. 

Alls eru sjö líftæknilyf sem munu renna af einkaleyfi á næstu árum í þróun hjá Alvotech.

Alvotech ber ábyrgð á þróun og framleiðslu lyfjanna. Alvogen mun ásamt öðrum lyfjafyrirtækjum sjá um markaðssetningu lyfjanna um allan heim. 

Líftæknilyf í þróun
7

Hátæknisetur

Framtíðarsýn

„Alþjóðlegur lyfjamarkaður er á tímamótum um þessar mundir. Lífæknilyf eru í miklum vexti og á næstu þremur árum verða átta af tíu söluhæstu lyfjum heims líftæknilyf. Á sama tíma hefur hægt á nýskráningum hefðbundinna samheitalyfja. Okkar markmið er að Ísland verði leiðandi í þróun og framleiðslu líftæknilyfja og íslenskt hugvit og markaðsnet okkar verði nýtt til að skapa Alvogen sérstöðu á þessu sviði.

Alvotech

Reyndir lykilstjórnendur

Lykilstjórnendur Alvotech hafa mikla alþjóðlega reynslu. Mark Levick er forstjóri fyrirtækisins og býr að langri reynslu af stjórnun í alþjóðlegu umhverfi samheitalyfja og líftækni. Hann gegndi stöðu hjá samheitalyfjafyrirtækjunum Sandoz,  Novartis og GlaxoSmithKline áður en hann gekk til liðs við Alvotech.

Samstarf við Háskólann

Hátæknisetur, sem er staðsett innan Vísindagarða Háskóla Íslands, er 13.278 fermetrar að stærð og hýsir framleiðslu, rannsóknastofur og skrifstofur. Innan Vísindagarða starfa Alvogen og Alvotech í náinni samvinnu við fræðasvið og deildir háskólans.

Starfsmenn háskólans og nemendur vinna að rannsóknum með starfsfólki fyrirtækjanna og starfsmenn fyrirtækjanna koma að kennslu og fræðslu. Þannig vinna skólinn og fyrirtækin saman og efla þannig fræðastarf innan HÍ auk þess sem atvinnutækifæri verða til fyrir háskólamenntaða starfsmenn.