Starf hjá Alvogen

Góður starfsandi - 5 ástæður

AÐ VINNA MEÐ FRÁBÆRU FÓLKI

Með því að ganga til liðs við Alvogen gengur þú til liðs við stóran hóp af fólki á heimsvísu. Hóp sem hefur sameiginlega sýn – er kappsfullur, forðast stöðnun og er í góðum tengslum víða um heim. Við berum virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og fjölbreytni sem oft er kveikja nýrra hugmynda.

Hvetjum til breytinga

Við hvetjum og verðlaunum starfsmenn sem hafa drifkraft og eiga auðvelt með að tileinka sér breytingar. Láta til sín taka – eru skapandi og finna nýjar leiðir sem hjálpa til við að þróa samheitalyfjageirann til hagsbóta fyrir einstaklinga og samfélag.  

Næstu-kynslóðar lyfjafyrirtæki

Velgengni hvílir meira en áður á hæfileikum starfsmanna til þess að finna nýjar aðferðir sem geta rutt þeim hindrunum úr vegi sem blasa við hefðbundnum rekstri samheitalyfjafyrirtækja. Sagan kennir okkur að krefjandi tímar hvetja oft til nýrra tækifæra og lausna.

Það er gaman í vinnunni

Vertu hluti af skemmtilegu og spennandi starfi sem bætt getur líf einstaklinga og samfélags um allan heim.

Vertu hluti af vinningsliðinu

Við höfum ástríðu fyrir starfi okkar og leggjum okkur fram um að vera í vinningsliði. Við keppum að því að Alvogen verði leiðandi samheitalyfjafyrirtæki á heimsvísu. 

Viltu slást í hópinn?

Við erum stöðugt að leita að skemmtilegu og kraftmiklu fólki til að taka þátt í því að byggja upp leiðandi alþjóðlegt lyfjafyrirtæki. Við höfum gaman af því að vinna saman og leitum að fólki með stórt hjarta, drifkraft og metnað til að takast á við krefjandi verkefni.

Störf í boði