Allir sem einn dagurinn 2019

Sexfalt húrra fyrir KR!

Alvogen óskar KR-ingum til hamingju með þann glæsilega árangur að verða Íslandsmeistari í körfubolta sjötta árið í röð.
Íslandsmeistarar KR eru sigursælasta lið í íslenskum körfuknattleik og afrek þeirra verða seint leikin eftir.

KR og ÍR léku oddaleik í lokaeinvígi úrslitakeppninnar þar sem staðan var 2-2 og í oddaleiknum í DHL-höllinni hafði KR betur 98-70 og lyfti íslandsmeistarabikarnum í leikslok á heimavelli sínum fyrir framan fullt hús.

Alvogen er öflugur bakhjarl beggja liða og stoltur styrktaraðili íslensks körfuknattleiks.

Til hamingju KR-ingar!

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.