Alvogen mun því frá og með HM í Þýskalandi og Danmörku vera með auglýsingu sína framan á treyjum allra landsliða Íslands í handbolta. Jafnframt mun fyrirtækið koma að eflingu yngri landsliða með fræðslu og útbreiðslu í framtíðinni og þannig efla afreksfólk framtíðarinnar hjá HSÍ.

“Stuðningur frá íslensku atvinnulífi við HSÍ er ómetanlegur og það að Alvogen tengi vörumerki sitt við HSÍ er viðurkenning á því góða starfi sem HSÍ sinnir fyrir handknattleiksfólk á öllum aldri. Handknattleikssambandið er stolt af því að fá Alvogen í hóp sterkra bakhjarla hjá sambandinu og er markmið okkar með samstarfi við Alvogen að tengja HSÍ og Alvogen enn frekar saman og vinna vel í sameiningu að framþróun íslenska handboltans á næstu árum. HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við Alvogen í framtíðinni.” segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ.

Næstu leikir á HM í Danmörku og Þýskalandi:

Vefsíða HSÍ

Frá undirritun samnings Alvogen og HSÍ, Róbert Wessmann forstjóri Alvogen og Róbert Geir Gíslason framkvæmdarstjóri HSÍ

Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.